is-modern-dev
Universal Dependencies - Icelandic - Modern
Language | Icelandic |
---|
Project | Modern |
---|
Corpus Part | dev |
---|
Annotation | Rúnarsson, Kristján; Arnardóttir, Þórunn; Hafsteinsson, Hinrik; Barkarson, Starkaður; Jónsdóttir, Hildur; Steingrímsson, Steinþór; Sigurðsson, Einar Freyr |
---|
View options
Tags:
Javascript seems to be turned off, or there was a communication error. Turn on Javascript for more display options.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
En ég er kannski bara óþolinmóðari en hv. þingmaður og get illa beðið því mér finnst skilaboðin hafa alltaf verið mjög skýr, ekki síst fyrir lok síðasta þings. Ég skil ekki eftir hverju hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. heilbrigðisráðherra eru að bíða. Herra forseti. Ég þakka enn og aftur fyrir gott innlegg og tek undir með þingmanninum. Það er náttúrlega bara þannig, eins og margir hafa rætt hérna, með þennan forsendubrest að hann er illa skilgreindur og það er svo að margir eru ekki teknir inn í þá jöfnu. Það er náttúrlega það sem fólki svíður og spyr í þessum ræðustól: Af hverju eru sumir teknir út fyrir svigann, fólk með verðtryggð lán? Hvað með ungt fólk, börnin okkar? Það er ekki ábyrgðarfullt að kasta þessu svona til framtíðar eins og við erum að gera. Ég er hrædd um og mér sýnist ég vænti þess að hv. efnahags- og viðskiptanefnd fari vel yfir það hvort við séum að brenna þessa peninga upp. Og til hvers er þá farið af stað? Þetta er ekki ábyrgðarfullt og ég tek undir með þingmanninum að það verður að skoða þessa hluti alla í miklu stærra samhengi og í raun skilgreina betur eða víðar forsendubrest og hverjar forsendur eiga að vera fyrir því að fólk fái aðstoð, því að við höfum ekki úr miklu að moða, raunar ekki neinu. Það er vissulega þannig að einhverjir hafa setið eftir en við þurfum að vera alveg viss um að við séum að fara vel með skattfé almennings og að það nýtist raunverulega, það hverfi ekki í einhverjum verðbólgulátum.
Download XML • Download text
• Sentence view • Dependency trees