is-modern-train
Universal Dependencies - Icelandic - Modern
Language | Icelandic |
---|
Project | Modern |
---|
Corpus Part | train |
---|
Annotation | Rúnarsson, Kristján; Arnardóttir, Þórunn; Hafsteinsson, Hinrik; Barkarson, Starkaður; Jónsdóttir, Hildur; Steingrímsson, Steinþór; Sigurðsson, Einar Freyr |
---|
View options
Tags:
Javascript seems to be turned off, or there was a communication error. Turn on Javascript for more display options.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
Ég vil spyrja hvort það sé venja og þyki eðlilegt að ríkið geti einhliða og án samráðs stillt af hlutfall tryggingagjaldsins og þannig lækkað þessa sjóði án þess að spyrja kóng né prest. Svo fer ég kannski aðeins betur inn á þetta með Vinnumálastofnun og starfsendurhæfinguna í seinna andsvari. Virðulegi forseti. Ég vil koma hér upp og lýsa einskærri gleði yfir því hvernig forseti tekur í þetta mál. Það er greinilegt að hann hefur skoðað þetta, þessi þingsályktunartillaga kemur ekki á óvart. Fólk hugsar á sömu nótum og það er mjög gott. Mig langar svo að árétta það sem kemur fram í tillögunni að sú kynslóð sem meðal annars ég tilheyri það eru kannski ekki allir af eldri kynslóðinni sem skilja það, þótt það sé svolítið óþægilegt að viðurkenna það hér í ræðustól, hvað Facebook spilar stóran þátt í lífi minnar kynslóðar, þetta er fyrsti staðurinn sem maður dettur inn á á netinu og maður nær sér í upplýsingar þaðan. Þetta er þægileg leið til að gera það. Nethegðun hefur breyst á þann veg að menn nenna ekki að smella mörgum sinnum með músinni þannig að eftir því sem þægilegra er að nálgast upplýsingar, því líklegra er að maður nái í þær. Ef maður þarf að stíga mörg skref, eins og á hinni ágætu heimasíðu Alþingis, eru meiri líkur á að maður hætti og fari að gera eitthvað annað. Þetta er mikilvæg leið til að komast í tengsl við fólkið og ég er ánægð með þessar undirtektir. Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur.
Download XML • Download text
• Sentence view • Dependency trees