Text view

Universal Dependencies - Icelandic - PUD

LanguageIcelandic
ProjectPUD
Corpus Parttest
AnnotationJónsdóttir, Hildur

Javascript seems to be turned off, or there was a communication error. Turn on Javascript for more display options.

Það voru nokkrar fornar siðmenningar við strendur Miðjarðarhafsins og nálægðin við hafið hafði mikil áhrif á þær. Það var hægt fara yfir það til stunda viðskipti, hernema lönd og heyja stríð, auk þess sem það var uppspretta matar (með veiðum og öflun annars sjávarfangs) fyrir mörg samfélög í aldanna rás. Vegna sameiginlegs loftslags, landlegu og aðgangs hafinu var menning og saga menningarheima við Miðjarðarhafið gjarnan samofin einhverju marki. Tvær merkustu siðmenningarnar við Miðjarðarhafið í fornöld voru grísku borgríkin og Fönikía, sem bæði lögðu undir sig stóra hluta strandlengjanna við Miðjarðarhaf. Síðar, þegar Ágústus stofnaði Rómverska keisaradæmið, kölluðu Rómverjar Miðjarðarhafið Mare Nostrum (hafið okkar).

Download XMLDownload textSentence viewDependency trees