s-1
| Nú fara fyrst sagði hann svo sem mér þykir skulda til bera. |
s-2
| En það er líklegast konungur að ég vitja hingað þessa heita. Þá er ég þykist við komast. |
s-3
| Konungur bað hann svo gera. |
s-4
| Síðan bjóst Egill braut með liði sínu. |
s-5
| En margt dvaldist eftir með Aðalsteini konungi. |
s-6
| hafði Egill þá eitt lang skip mikið. og á hundrað mann eða vel svo. |
s-7
| En er hann var búinn ferðar sinnar og byr gaf þá hélt hann til hafs. |
s-8
| Skildust þeir Aðalsteinn konungur með vináttu mikilli. |
s-9
| Bað hann Egil koma skjótt aftur. |
s-10
| Egill sagði að svo skyldi vera að hann skyldi aftur koma þegar er eigi bannaði skyld nauðsyn. |
s-11
| Síðan fór Egill ferðar sinnar og hélt til Noregs. |
s-12
| En er hann kom við land. þá fór hann þegar sem skyndilegast í Fjörðu. |
s-13
| Hann spurði þau tíðindi að andaður var Þórir hersir Hróaldsson. |
s-14
| En Arinbjörn hafði tekið við arfi og hafði hann gerst lendur maður konungs. |
s-15
| Egill fór á fund Arinbjarnar. |
s-16
| og fékk þar góðar viðtökur. |
s-17
| Bauð Arinbjörn honum með sér að vera. |
s-18
| En Egill þekktist það. |
s-19
| lét hann setja upp skip sitt. |
s-20
| og vistaði lið sitt. |
s-21
| En hann fór til Arinbjarnar með tólfta mann. |
s-22
| og var með honum eftir um veturinn. |
s-23
| Bergönundur son Þorgeirs þyrni fótar hafði þá fengið Gunnhildar dóttur Bjarnar hölds. |
s-24
| Var hún komin til bús með honum á Aski. |
s-25
| En Ásgerður Bjarnar dóttir er átt hafði Þórólf Skalla Gríms son var þá með Arinbirni frænda sínum. |
s-26
| Þau Þórólfur áttu dóttur unga er Þórdís hét. |
s-27
| var mærin þar með móður sinni. |
s-28
| Egill sagði Ásgerði fall Þórólfs. |
s-29
| og bauð henni umsjá sína. |
s-30
| Ásgerður varð hrygg mjög við þá sögu. |
s-31
| En svaraði vel ræðum Egils. |
s-32
| og tók lítinn af öllu. |
s-33
| En er leið á haustið þá gerðist Egill ókátur. þögull og drakk oftast lítt. |
s-34
| En sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn. |
s-35
| Eitt hvert sinn gekk Arinbjörn til hans og spurði hann hvað til bar er hann var svo ókátur. |
s-36
| En þótt þú sagði hann hafir fengið skaða mikinn um bróður þinn. þá er það karlmannlegt að berast slíkt vel. |
s-37
| Skal maður eftir mann lifa. |
s-38
| Eða hvað kveður þú nú. |
s-39
| láttu mig heyra það. |
s-40
| Egill sagði að hann hafði það þá kveðið fyr skemmstu.. |
s-41
| Arinbjörn spurði hver kona sú væri er hann orti mansöng um. |
s-42
| Eða hefir þú fólgið nafn hennar í vísu þessi. |
s-43
| þá kvað Egill.. |
s-44
| Hér mun vera sagði Egill svo sem oft er mælt. að segjanda er allt sínum vin. |
s-45
| Ég mun segja þér það er þú spyrð um hverja konu ég yrkja þar er Ásgerður frændkona þín. |
s-46
| Og þar vildi ég hafa fullting þitt til með mér að ég næði ráði því. |
s-47
| Arinbjörn segir að honum þykir það vel fundið. |
s-48
| Skal ég víst sagði hann leggja þar orð til að það ráð megi takast. |
s-49
| Síðan bar Egill upp mál það fyr Ásgerði. |
s-50
| En hún skaut til ráða föður síns. og þeirra Arinbjarnar frænda hennar. |
s-51
| Síðan ræðir Arinbjörn þetta mál við Ásgerði. |
s-52
| og hafði hún en sömu svör fyrir sér. |
s-53
| En Arinbjörn fýsti þessa máls í hverju orði. |
s-54
| Síðan fara þeir Arinbjörn og Egill á fund Bjarnar og hefur Egill þar upp bónorð. |
s-55
| bað Ásgerðar dóttur Bjarnar. |
s-56
| og Björn tók því máli vel. |
s-57
| Sagði að Arinbjörn myndi þar miklu af ráða með honum. |
s-58
| En Arinbjörn hvatti þessa mjög. |
s-59
| lauk því máli svo að Egill fastnaði sér Ásgerði og skyldi brullaup það vera með Arinbirni. |
s-60
| En er að þeirri stefnu kom. þá var þar veisla allrisuleg er Egill kvongaðist. |
s-61
| Var hann þá allkátur það er eftir var vetrarins. |
s-62
| Frá. |
s-63
| Egill bjó þá um vorið kaup skip og bjóst til Íslands ferðar. |
s-64
| Réð Arinbjörn honum það að staðfestast ekki í Noregi meðan ríki Gunnhildar var svo mikið. Því að henni er sagði Arinbjörn allþungt til þín og hefir þetta mikið spillt er þér Eyvindur skreyja fundust fyr í Jótlandi. |
s-65
| En er Egill var búinn og byr gaf. þá siglir hann í haf. |
s-66
| og greiddist vel hans ferð. |
s-67
| kemur um haustið til Íslands. |
s-68
| og hélt til Borgar fjarðar. |
s-69
| hann hafði þá verið utan tólf vetur. |
s-70
| gerðist Skalla Grímur þá maður gamall. |
s-71
| Varð hann þá feginn er Egill kom heim. |
s-72
| Fór Egill til vistar til Borgar. og með honum Þorfinnur inn strangi. og þeir saman menn mjög margir. |
s-73
| Voru þeir með Skalla Grími allir um veturinn. |
s-74
| Egill hafði ógrynni lausa fjár. |
s-75
| En ekki er þess getið að Egill skipti silfri því er Aðalsteinn konungur hafði fengið í hendur honum hvorki við Skalla Grím né aðra menn. |
s-76
| Þann vetur fékk Þorfinnur inn strangi Sæunnar dóttur Skalla Gríms. |
s-77
| En eftir um vorið fékk Skalla Grímur þeim bú stað að Langár fossi. og land inn frá Leirulæk. milli Lang ár og Álft ár allt til fjalls upp.. |
s-78
| En er þinga skyldi um mál manna. |
s-79
| þá gengu hvorir tveggju þar til er dómurinn var settur. |
s-80
| og flytja þá fram hvorir sannindi sín. |
s-81
| Var Önundur allstór orður. |
s-82
| þar er dómurinn var settur var völlur sléttur. En settar niður heslis stengur í völlinn í hring. En lögð um snæri utan allt um hverfis. |
s-83
| Voru það kölluð vébönd. |
s-84
| En fyr innan í hringinum sátu dómendur tólf úr Firða fylki. og tólf úr Sygna fylki tólf úr Hörða fylki. |
s-85
| Þær þrennar tylftir manna skyldu þar dæma um mál manna. |
s-86
| Arinbjörn réð því hverjir dómendur voru úr Firða fylki. En Þórður af Aurlandi. hverjir úr Sognu voru. |
s-87
| Voru þeir allir eins liðs. |
s-88
| Arinbjörn hafði haft fjölmenni mikið til þingsins. |
s-89
| hann hafði snekkju alskipaða. |
s-90
| En hafði margt smáskipa. skútur og róðrar ferjur. er búendur stýrðu. |
s-91
| Eiríkur konungur hafði þar mikið lið. langskip sex eða sjö. |
s-92
| Þar var og fjölmenni mikið af búöndum. |
s-93
| Egill hóf þar mál sitt. að hann krafði dómendur að dæma sér lög af máli þeirra Önundar. |
s-94
| Innti hann þá upp hver sannindi hann hafði í til kall fjár þess er átt hafði Björn Brynjólfs son. |
s-95
| Sagði hann að Ásgerður dóttir Bjarnar. en eiginkona Egils, var til komin arfsins. og hún væri óðalborin. og lendborin í allar kynkvíslir. En tiginborin fram í ættir. |
s-96
| krafði hann þess dómendur að dæma Ásgerði til handa hálfan arf Bjarnar lönd og lausa aura. |
s-97
| En er hann hætti ræðu sinni. þá tók Berg Önundur til máls. |
s-98
| Gunnhildur kona mín sagði hann er dóttir Bjarnar og Ólafar þeirrar konu er Björn hafði lög fengið. |
s-99
| er Gunnhildur réttur erfingi Bjarnar. |
s-100
| Tók ég fyr þá sök upp fé það allt er Björn hafði eftir átt. að ég vissi að sú ein var dóttir Bjarnar önnur, er ekki átti arf að taka. |