s-402
| Segjum sem svo að þið séuð að fara að útdeila þessu til þessara fyrirtækja, sem ég sé ekki að ættu að vilja gefa úthlutunina frá sér af því að þau eru búin að fá gullið tækifæri upp í hendurnar, en ég spyr: Er eitthvað sem mælir á móti því að eftirmarkaður á þessum hlutdeildum gæti verið á frjálsum uppboðsmarkaði? |
s-403
| Ég þakka spurninguna. |
s-404
| Ég vil taka það fram enn og aftur að ég er sammála hv. þingmanni og flestum, held ég, sem hér hafa talað um að þetta er gott mál, en það er ekki sama hvernig það er unnið og þess vegna ræðum við það nú í hörgul. |
s-405
| Ég get ekki svarað því af hverju nefndin gerði ekki grein fyrir eða reyndi á einhvern hátt í umsögn sinni að svara þessari gagnrýni sem var mjög ítarleg frá sambandinu og Skipulagsstofnun. |
s-406
| Ég er ekki á nefndarálitinu og var raunar veik þegar málið var tekið úr nefnd, en nefndin átti marga fundi. |
s-407
| En ég verð þó að segja að á síðustu metrunum var málið unnið dálítið hratt fyrir minn smekk og kom mér svolítið á óvart að taka ætti það úr nefnd á þeim tímapunkti. |
s-408
| Enn voru lausir endar. |
s-409
| Við vorum í miklu sambandi við og fengum góða leiðsögn eða góða áminningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem ekki var svarað, það var ekki gert. |
s-410
| Þess vegna hef ég nú óskað eftir því að fá fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund nefndarinnar strax og málið verður tekið aftur fyrir á milli 2. og 3. umr., því að þau eru lausnamiðuð og eru með tillögur sem við verðum auðvitað að taka afstöðu til og vinna með. |
s-411
| Ég þakka aftur spurningarnar og styð hugmyndina um að fá Skipulagsstofnun líka á fund. |
s-412
| Ég held að ekki sé vanþörf á því. |
s-413
| Ég ræddi það líka í ræðu minni að vinnufyrirkomulaginu í kerfisáætluninni ætti að svipa til samgönguáætlunar eða einhvers álíka fyrirkomulags þar sem við endurskoðum áætlanir með vissu millibili hér á þingi. |
s-414
| Tímarnir breytast og áætlanir líka og við þurfum auðvitað að vera í takt við tímann. |
s-415
| Það hræðir mig svolítið mikið að með stimplunarkerfisáætlun séum við búin að afgreiða málið. |
s-416
| Þá er ráðherra einráður samkvæmt reglugerðum um valkostagreiningu á línuleiðum. |
s-417
| Við munum ekki taka afstöðu til þess framar hér nema undir einhverjum óformlegum liðum til dæmis hvar línuleiðir eigi að liggja yfir miðhálendið og hvernig þær eigi að vera úr garði gerðar. |
s-418
| Ég tel algjörlega nauðsynlegt að hafa gefið Landsneti og öðrum stofnunum leiðsagnarreglur um kostnað og annað slíkt frá Alþingi til þess að þær geti starfað, um kostnað á línulögnum eða loftlínu. |
s-419
| Hitt er miklu stærra mál sem við erum ekki búin að afgreiða og við eigum ekki að afgreiða með þessu, það er hvar línurnar eiga að liggja, af því að við setjum ekki bara venjulegan verðmiða á það. |
s-420
| Þar eru umhverfissjónarmið og annað sem mér er ekki ljóst Forseti hringir. hvernig tekið er á í kerfisáætlun. |
s-421
| Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að í rammaáætlun 3 komu fram gögn, komu fram upplýsingar, sem ekki lágu fyrir í rammaáætlun 2 og ég er þannig gerð að mér þykir betra að taka upplýstar ákvarðanir en ekki þannig að ég mundi alltaf miða við það. |
s-422
| Það er ekki gott að fara til baka og segja, með rammaáætlun 2, hvernig hlutirnir hefðu verið hefði ég vitað minna. |
s-423
| Ég veit ekki af hverju maður ætti að vilja það. |
s-424
| En ég hef það að leiðarljósi að hlíta þeim úrskurði sem verkefnisstjórn rammaáætlunar kveður upp og mælir með til ráðherra. |
s-425
| Ég hef trú á ferlinu. |
s-426
| Ég hef séð sjálf hvernig verkefnisstjórn vinnur. |
s-427
| Mér finnst það faglegt ferli. |
s-428
| Mér finnst það heiðarlegt og ég hef trú á því. |
s-429
| Ég hef trú á því að verkefnisstjórnin sé til þess bær, og þetta skapalón sé þannig sniðið, að geta fært okkur bestu niðurstöðu. |
s-430
| Virðulegi forseti. Ég þakka spurningarnar. |
s-431
| Varðandi fyrra atriðið, hvor lögin gangi lengra og hvert við förum þá með stjórnsýsluna og dómskerfið, eru það auðvitað áleitnar spurningar sem hv. þingmaður veltir upp. |
s-432
| Ég hef ekki svörin við þeim og það er það vonda við þetta, við höfum þau ekki fyrir fram. |
s-433
| Þess vegna væri gott að sýna fyrirhyggju og gera þetta samhliða. |
s-434
| Þingmaðurinn veltir því upp hver staðan væri ef niðurstaða landsskipulags væri að fara ekki með línur yfir miðhálendið eða raska því ekki frekar en komin væri lína yfir Sprengisand, og þá erum við auðvitað komin í bobba. |
s-435
| Við höfum rætt í nefndinni hvaða málamiðlun er hægt að gera þar varðandi jarðstrengi og annað. |
s-436
| Nú liggur fyrir að ekki er hægt að fara með lengri jarðstreng en um 50 km yfir Sprengisand, sem eru auðvitað mikil vonbrigði, en það er tæknilegs eðlis. |
s-437
| En ef það kemur betri hringtenging er hægt að lengja þá leið upp í 70-100 km, af því að þá vinna flutningskerfin saman og spennan er ekki jafn mikil. |
s-438
| Ég held því að við þurfum að skoða þetta í miklu, miklu betra samhengi hvort við annað. |
s-439
| Svo tek ég undir það sem þingmaðurinn nefndi um samgönguáætlun sem dæmi. |
s-440
| Við erum vön því að vinna með hana á fjögurra ára fresti því auðvitað þurfum við að breyta og bæta, eðli málsins samkvæmt. |
s-441
| Og það væri gott ef kerfisáætlun væri Forseti hringir. svoleiðis líka. |
s-442
| Ég tek undir með hv. þingmanni að ef fólk gefur sér þær forsendur sem hann og hv. þm. Jón Gunnarsson gera sé það sjálfsögð niðurstaða, ef það á að fara eftir veiðireynslu og ef hlutfallið þar er hærra hjá smábátum þá eiga þeir auðvitað að fá hærra hlutfall. |
s-443
| Ég er bara að segja að ég tel þetta heila plagg ekki vera málið, ÖS: Telur það vera drasl. tel það vera drasl að ýmsu leyti. |
s-444
| Tökum þessa 90<percent/> úthlutun. |
s-445
| Til þess að finna rétt verð á því, verð til þjóðarinnar, er þá ekki langbest að láta stóru aðilana keppa á samkeppnismarkaði? |
s-446
| Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki besta leiðin ef maður er að vinna að byggðasjónarmiðum, að láta þá smábátana gera það líka, tökum þá algjörlega út fyrir sviga. |
s-447
| En af hverju eru 90<percent/> aflaheimildanna ekki Forseti hringir. verðmetin á samkeppnismarkaði? |
s-448
| Virðulegi forseti. Ég þakka spurninguna. |
s-449
| Ég verð að segja að ég er algjörlega ósammála þeim forsendum sem þingmaðurinn dregur hér upp. |
s-450
| Ég spyr, hvaðan hefur hann þær? |
s-451
| Er það tilfinning hans eða eru einhver gögn sem styðja það að fólk velji sér endilega land bara út frá kostnaði á fari og gistingu? |
s-452
| Það gengur ekki upp, þá hefðu ekki milljón ferðamenn komið til Íslands í fyrra, því að það er dýrt að koma til Íslands. |
s-453
| Það er það. |
s-454
| Ef það væri þannig værum við bara öll á Benidorm til að fá sól í andlitið, en enginn færi til Balí, skiljið þið. |
s-455
| Það er ekki bara það sem verið er að sækjast eftir þegar maður ferðast. |
s-456
| Það er upplifunin af staðnum, það er upplifunin af náttúrunni og mig furðar mjög að hv. þingmaður taki ekki náttúruna og þá upplifun og sérstöðu sem Ísland hefur með inn í þennan reikning. |
s-457
| Ég held að það skipti mjög miklu máli og örugglega bara meginmáli. |
s-458
| Fólk safnar fyrir svona ferðum eins og að koma til Íslands, eða flestir hverjir. |
s-459
| Hér erum við ekki alveg sammála. |
s-460
| Ég tók eiginlega ekki eftir því hvort þingmaðurinn beindi einhverri sérstakri spurningu til mín. |
s-461
| Mér fannst hann meira vera að lýsa sinni skoðun. |
s-462
| Hann hefur þá tækifæri til að gera það núna í seinna andsvari. |
s-463
| Já, við erum alveg sammála þó að hv. þingmaður kveði oftast fastar að orði en ég. |
s-464
| Gripið fram í. |
s-465
| Það er svo sem allt í lagi. |
s-466
| Ég hef þá trú að með samræðu og mýkt megi finna lausnir á hinum ýmsu málum. |
s-467
| Ég legg mig sannarlega fram um að gera það hér í dag, en þar með er ég ekki að segja að þingmaðurinn sé ekki að því. |
s-468
| Ég undirstrika að málið fer fyrir nefnd sem ég sit í. |
s-469
| Ég vil gjarnan finna lausn á málinu. |
s-470
| Hins vegar þykir mér málið ekki vera tilbúið fyrir meðferðina sem við þurfum að gefa því þar því að það eru svo margir lausir endar. |
s-471
| Ég óttast það. |
s-472
| Hvernig getum við tekið náttúrupassafrumvarp og breytt því í blandaða leið? |
s-473
| Er það eitthvað sem maður bara gerir, kollvarpar hlutunum Gripið fram í: Í atvinnuveganefnd. svona svakalega? |
s-474
| Ja, atvinnuveganefnd gerir það ótt og títt, það er reyndar rétt. |
s-475
| Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir mjög jákvæð svör. |
s-476
| Ég er mjög ánægður með þau og sjálfsagt mun hv. nefnd taka þetta til greina. |
s-477
| Mig langar að nefna til skýringar að það sem oft vefst fyrir fólki þegar kemur að þessu er munurinn á gögnum og kerfinu sem sér um gögnin. |
s-478
| Ég skil vel að það hafi verið einhverjar lagalegar hindranir fyrir því að menn hafi getað unnið við kerfin sjálf. |
s-479
| Það er náttúrlega kjánalegt svo ekki verði meira sagt. |
s-480
| Ég hlakka til að koma ábendingum á framfæri við nefndina og treysti því að þetta verði ekkert mál. |
s-481
| Virðulegi forseti. Mér þykir svo gaman að í hvert sinn sem ég nefni tölvur, gögn og internetið og það allt í pontu eru flestir sammála, sem mér finnst alveg frábært. |
s-482
| Aftur vil ég þakka hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur fyrir að standa að þessu verkefni á seinasta ári og sömuleiðis hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir tillögu sína að því að opna gögn á sveitarstjórnarstigi. |
s-483
| Það er líka hárrétt sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttir segir um sniðið á gögnunum. |
s-484
| Þau eru á hráu sniði og það einmitt vekur svo mikið traust vegna þess að þá getur fólk gert hvað sem það vill með þau. |
s-485
| Við eigum ekki endilega að matreiða þessi gögn ofan í almenning, þvert á móti einmitt eins og hv. þingmaður nefnir getur það virkað ótrúverðugt. |
s-486
| Miklu frekar er að við opnum allt. |
s-487
| Ég held að það sé alveg satt að kerfið er ekki með það mikinn mótþróa þegar allt kemur til alls. |
s-488
| Ég held ekki að þar liggi vandinn heldur þvert á móti þurfum við bara að vilja þetta. |
s-489
| Ég sé að hér er samstaða milli hv. þingmanns Samfylkingar, hv. þingmanns Sjálfstæðisflokks Forseti hringir. og vissulega okkar pírata og því vona ég að þetta starf muni bara halda áfram og styrkjast. |
s-490
| Virðulegi forseti. Ég þakka upplýsingarnar. |
s-491
| Ég verð að viðurkenna að ég var ekki meðvitaður um að þetta væru þvílíkar upphæðir. |
s-492
| Eitt finnst mér þó alveg ljóst af umræðunni í samfélaginu og á hinu háa þingi, eftir að umræðan um legugjöld kom upp, að þjóðin vill forgangsraða heilbrigðiskerfinu. |
s-493
| Það er alveg kýrskýrt. |
s-494
| Ef maður spyr Íslendinga segja þeir: Við erum með heilbrigðiskerfi, það er þess vegna sem við þurfum hærri skatta en margir mundu kannski vilja borga. |
s-495
| Það er þess vegna sem við höfum svokallað ríkisbákn fyrst og fremst. |
s-496
| Við þurfum auðvitað lögreglu og dómskerfi o.s.frv. en ef það er eitt sem fólk almennt vill að við séum með framar öðrum þjóðum, ekki bara sem grunnstoð heldur að við höfum það sem best þá er það heilbrigðiskerfið, hef ég tekið eftir. |
s-497
| Ég mundi skjóta á að menntakerfið væri aðeins á eftir en ekki langt. |
s-498
| Vissulega kemur það í ljós út frá reiði almennings og allra sem ég talaði við á sínum tíma, sem létu sig málið varða á annað borð, að forgangsröðunin á að vera á heilbrigðiskerfinu og þess vegna er afskaplega leiðinlegt að sjá þá hugmynd dvína sem maður hafði um að heilbrigðiskerfið á Íslandi væri gott. Ekki bara út frá þjónustulegu sjónarmiði heldur líka að því leyti að fólk þyrfti ekki að greiða mikið fyrir það, að fólk hefði raunhæfan aðgang að þjónustunni óháð efnahag. |
s-499
| Því tek ég undir áhyggjur hv. þm. Árna Þór Sigurðssonar og vona að á þessu finnist einhver farsæl lausn. |
s-500
| Virðulegi forseti. Það kemur einhvern veginn sífellt betur í ljós að tilgangurinn með þessu frumvarpi var aldrei skýr frá upphafi. |
s-501
| Tilgangurinn virðist vera tvíþættur í það minnsta, annars vegar sá að öðlast betri hagskýrslur almennt og hins vegar sá að eiga við þetta meinta neyðarástand. |