s-903
| Þá mælti Þorgeir: ' Það mega allir sjá að gerð þessi er ómerkileg og heimskleg, að gera þrettán aura silfurs og eigi meira fyrir svo mikið mál.' |
s-904
| ' En eg hugði,' segir Egill,' að þér skyldi sjá gerð þykja merkileg og svo mun vera ef þú hyggur að fyrir þér því að það muntu muna á Rangárleið að einn kotkarl markaði þrettán kúlur í höfði þér og tókstu þar fyrir þrettán lambær og ætlaði eg að þér skyldi þessi minning allgóð þykja.' |
s-905
| Þorgeir þagnaði en þeir Skegg-Broddi og Járnskeggi vildu engum orðum skipta við Egil. |
s-906
| Þá mælti Ófeigur: ' Nú vil eg kveða yður vísu eina og hafa þá fleiri að minnum þing þetta og málalok þessi er hér eru orðin: |
s-907
| Egill segir: ' Vel máttu hælast um það að engi einn maður mun meir hafa siglt á veður jafnmörgum höfðingjum.' |
s-908
| Nú eftir þetta ganga menn heim til búða sinna. |
s-909
| Þá mælti Gellir til Egils: ' Það vil eg að við séum báðir saman við okkrum mönnum.' |
s-910
| Þeir gera nú svo. |
s-911
| Nú eru dylgjur miklar það er eftir var þingsins og una bandamenn allilla við þessi málalok. |
s-912
| En fé þetta vill engi hafa og rekst það þar um völluna. |
s-913
| Ríða menn nú heim af þinginu. |
s-914
| 11. Nú finnast þeir feðgar og var Oddur þá albúinn til hafs. |
s-915
| Þá segir Ófeigur Oddi að hann hefir selt þeim sjálfdæmi. |
s-916
| Oddur segir: ' Skilstu manna armastur við mál.' |
s-917
| Ófeigur segir: ' Eigi er enn öllu skemmt frændi.' |
s-918
| Innir nú allan málavöxt og segir að honum er konu heitið. |
s-919
| Þá þakkar hann honum liðveisluna og þykir hann langt hafa fylgt umfram það er honum kom í hug að vera mætti og segir nú að hann skal aldrei skorta fé. |
s-920
| ' Nú skaltu fara,' segir Ófeigur,' sem þú hefir ætlað en brullaup þitt skal vera á Mel að sex vikum.' |
s-921
| Eftir það skilja þeir feðgar með kærleikum og lætur Oddur út og gefur honum byr norður á Þorgeirsfjörð og liggja þar kaupmenn fyrir áður. |
s-922
| Nú tók af byr og liggja þeir þar nokkurar nætur. |
s-923
| Oddi þykir seint byrja og gengur upp á eitt hátt fjall og sér að annað veðurfall er fyrir utan, fer aftur til knarrarins og bað þá flytjast út úr firðinum. |
s-924
| Austmenn spotta þá og kváðu seint mundu að róa til Noregs. |
s-925
| Oddur segir: ' Hvað megið til vita nema þér bíðið vor hér?' |
s-926
| Og er þeir koma út úr firðinum þá er þegar byr hagstæður. |
s-927
| Leggja þeir eigi segl fyrr en í Orkneyjum. |
s-928
| Oddur kaupir þar malt og korn, dvelst þar nokkura hríð og býr skip sitt og þegar hann er búinn þá koma austanveður og sigla þeir. |
s-929
| Gefur þeim allvel og koma á Þorgeirsfjörð og voru kaupmenn þar fyrir. |
s-930
| Siglir Oddur vestur fyrir landið og kemur á Miðfjörð. |
s-931
| Hafði hann þá í brott verið sjö vikur. |
s-932
| Er nú búist til veislu og skortir eigi góð tilföng og nóg. |
s-933
| Þar kemur og mikið fjölmenni. |
s-934
| Þar komu Gellir og Egill og mart annað stórmenni. |
s-935
| Fer veislan vel fram og skörulega. |
s-936
| Þóttust menn eigi betra brullaup þegið hafa hér á landi. |
s-937
| Og er veisluna þraut, þá eru menn út leiddir með stórgjöfum og var þar mest fé fram lagið er Gellir átti í hlut. |
s-938
| Þá mælti Gellir við Odd: ' Það vildi eg að við Egil væri vel gert því að hann er þess maklegur.' |
s-939
| ' Svo þykir mér,' segir Oddur,' sem faðir minn hafi gert vel við hann áður.' |
s-940
| ' Bættu þó um,' segir Gellir. |
s-941
| Ríður Gellir nú í brott og hans fólk. |
s-942
| Egill ríður í brott og leiðir Oddur hann á götu og þakkar honum liðveislu' og mun eg eigi svo vel gera til þín sem vera ætti en reka lét eg í gær suður til Borgar sex tigu geldinga og yxn tvö. |
s-943
| Mun það heima þín bíða og skal aldrei forverkum við þig gera meðan við lifum báðir.' |
s-944
| Nú skiljast þeir og líkar Egli stórvel og binda sitt vinfengi. |
s-945
| Fer Egill heim til Borgar. |
s-946
| 12. Þetta haust hið sama safnar Hermundur liði og fer út til Hvammsleiðar og ætlar til Borgar að brenna Egil inni. |
s-947
| Og er þeir koma út með Valfelli þá heyra þeir sem strengur gjalli upp í fellið og því næst kennir Hermundur sér sóttar og stinga undir höndina og verða þeir að víkja aftur ferðinni og elnar honum sóttin. |
s-948
| Og er þeir koma fyrir Þorgautsstaði þá verður að hefja hann af baki. |
s-949
| Er þá farið eftir presti í Síðumúla og er hann kemur þá mátti Hermundur ekki mæla og var prestur þar hjá honum. |
s-950
| Og einn tíma er prestur lýtur að honum þá lætur í vörunum: ' Tvö hundruð í gili, tvö hundruð í gili.' |
s-951
| Og síðan andast hann og lauk svo hans ævi sem hér er nú sagt. |
s-952
| Oddur situr nú í búi sínu með mikilli rausn og unir vel konu sinni. |
s-953
| Alla þessa stund spyrst ekki til Óspaks. |
s-954
| Sá maður fékk Svölu er Már hét og var Hildisson og réðst til bús á Svölustaði. |
s-955
| Bjálfi hét bróðir hans, hálfafglapi og rammur að afli. |
s-956
| Bergþór hét maður er bjó í Böðvarshólum. |
s-957
| Hann hafði reift málið þá er Óspakur var sekur ger. |
s-958
| Svo bar til eitt kveld í Böðvarshólum þá er menn sátu við elda að þar kom maður og drap á dyr og bað bónda út ganga. |
s-959
| Bóndi verður þess var að Óspakur er þar kominn og sagðist eigi mundu út ganga. |
s-960
| Óspakur eggjar hann mjög út að ganga en hann fer eigi því heldur út og bannar öllum mönnum út að ganga og skilur svo með þeim. |
s-961
| En um morguninn er konur koma í fjós þá eru þar særðar níu kýr til bana. |
s-962
| Þetta fréttist víða. |
s-963
| Og enn er fram líða stundir ber svo til að maður gengur inn á Svölustöðum og í hús það er Már hvílir í. |
s-964
| Það var snemma um morgun. |
s-965
| Sá maður gengur að sænginni og leggur Má með saxi svo að þegar gekk á hol. |
s-966
| Þetta var Óspakur. |
s-967
| Hann kvað vísu: |
s-968
| Og í því er hann snýr til dyranna hleypur hann upp Bjálfi og rekur á honum tálguhníf. |
s-969
| Óspakur gengur til þess bæjar er heitir á Borgarhóli og lýsir þar víginu, fer síðan á brott og spyrst nú ekki til hans um hríð. |
s-970
| Víg Márs fréttist víða og mæltist illa fyrir. |
s-971
| Það bar til nýlundu að stóðhross hin bestu er Oddur átti, fimm saman, fundust dauð öll og ætluðu menn Óspaki það verk. |
s-972
| Nú er það langa hríð að ekki spyrst til Óspaks. |
s-973
| Og um haustið að menn gengu að geldingum fundu þeir helli í hömrum nokkurum og þar mann dauðan og stóð hjá honum munnlaug full af blóði og var það svo svart sem tjara. |
s-974
| Þar var Óspakur og hugðu menn að sárið mundi hafa grandað honum, það er Bjálfi veitti honum, enda farið síðan af bjargleysi og lauk svo hans ævi. |
s-975
| Ekki er þess getið að eftirmál yrðu um víg Márs né um víg Óspaks. |
s-976
| Oddur býr á Mel til elli og þótti hinn mesti ágætismaður. |
s-977
| Eru Miðfirðingar frá honum komnir, Snorri Kálfsson og mart annað stórmenni. |
s-978
| Jafnan síðan hélst vinátta þeirra feðga með góðri frændsemi. |
s-979
| Og lýkur þar þessari sögu. |
s-980
| 1 Á einum tíma var einn ríkur maður. |
s-981
| Hann hafði mikið góss og mikið kvikfé. |
s-982
| Svo segir að þar skammt í frá bjó ein fátæk ekkja sú er eigi átti meira sér til viðurlífis en eina kú og heldur vel holda. |
s-983
| Þessi ríki maður sá að þessi kýr var bæði fögur og feit og mjög sýnileg til hans augna. |
s-984
| Og þegar upp á staðinn biður hann sinn mann leiða hana að honum og slá hana af og matgjöra hana til sinnar máltíðar. |
s-985
| Hans menn gjörðu sem hann bauð. |
s-986
| Og segir þegar bóndinn var til borðs genginn var fram borið fyrir hann þetta sama slátur á borðið. Og þegar þessi ríki maður skar af einn bita og lét í sinn munn og vildi hafa etið og svo skjótt sem hann kom í hans munn og hans háls stóð hann fastur og gekk hvorki upp né niður. |
s-987
| Þar af dó hann. |
s-988
| Og fjandinn var til reiðu og dró sál hans til helvítis. |
s-989
| Hér eftir segir prophetinn: ' Þér skuluð eigi reyfa og stela peningum hins fátæka því að þeir skulu til helvítis fara og vera þar til enda nema þeir yfir bæti áður en þeir deyja' segir prophetinn. |
s-990
| Hér megi þér sjá hver voði það er að ræna annars manns góssi. |
s-991
| 2 Það var einn kvinna er fastaði við brauð og vatn fyrir Marju messu Magdalena hver er henni vitraðist í svefni svo segjandi til hennar að hún skyldi engan pardun taka fyrir sína föstu fyrr en hún væri leyst af þeim syndum og skriftuð af þeim er hún hafði lengi í legið' því að þín fasta líkar hvorki Guði né mér svo lengi sem þú geymir þær hjá þér'. |
s-992
| Síðan fór hún og skriftaðist og svo hjálpaðist hún. |
s-993
| 3 Svo segist af einni kvinnu er gekk til krossins og vildi minnast við fætur á krossinum. |
s-994
| En líkneskið dró frá henni fæturna og bað hana ganga frá sér' því að þú ert ekki verðug að kyssa mína fætur fyrir syndir er þú hefir gert í þínu hjarta svo lengi og skammaðist upp að bera og þú hefir löngu gert'. |
s-995
| Kvinnan svarar grátandi svo segjandi: ' Hjálp þú mér vor herra.' |
s-996
| Líkneskjan svarar henni og bað hana skriftast sem skjótast' og svo skaltu hólpin vera' et cetera. |
s-997
| 4 3 Svo segist af íkornanum að hann rennur eftir einum manni. |
s-998
| Maðurinn flýði fast undan fyrir hræðslu sakir og fann eitt tré á hverju er voru mörg epli en undir trénu var djúpur pyttur fullur af ormum og pöddum og öðrum skriðkvikindum og af þessu sama tré nöguðu rótina ii ormar, annar hvítur, en annar svartur. |
s-999
| Maðurinn hljóp upp í tréð og fæddist á eplunum, og hafði mikið eftirlæti af kvistunum, en gaf engan gaum að ormunum, þeim er nöguðu rótina trésins, svo að það féll um síðir, en þessi maður féll ofan í pyttinn. |
s-1000
| Hér af íkornanum má undir standa hver eplin eru, lystileg og ýmisleg, hver að eru ríkidæmi, matur, og drykkur, konur fagrar, fögur orð, og óhóflegt dramb, en ormarnir ii eru dagur og nótt. |
s-1001
| 5 4 Af einum dómanda er það sagt, er lög sagði yfir öðrum mönnum, að hann gaf jafnan harða dóma og vægðar lausa, og misjafnt rétta. |
s-1002
| Góðir menn báðu hann gjöra líkn inum fátæka, og hann skyldi hafa miskunn á þeim, og hafa ei meir en honum bæri, og að þeir mætti lifa í friði fyrir honum, en hann sagðist ekki gjöra framar en lög, en mörg lög eru þau, er miskunn verður að fylgja. |