s-1403
| Hann segir' nei' til' þó þín miskunn vili þiggja mig þá segir þín réttvísi nei. |
s-1404
| Hversu skylda eg hafa miskunn þar sem eg hefi alla mína daga lifað í syndum og er það á móti allri náttúru það skyldi svo vera. |
s-1405
| Því síðan þú rakt Adam og Evu burt úr Paradís og í þessa veröld fyrir það að þau bitu epli og er hann deyði fór hann þegar til helvítis. |
s-1406
| Hversu skyldi eg þá hafa miskunn þar sem eg gerða svo margar syndir og var fyrirdæmdur fyrir eina. |
s-1407
| Það væri móti náttúrunni allri og því vil eg ekki beiðast miskunnar.' |
s-1408
| Og þá segir að vor herra lét sína hönd í sitt síðusár og tók út sitt blóð og kastar framan í andlitið á honum svo segjandi: ' Þetta blóð ber vitni á móti þér á dóms degi að eg býð þér miskunn.' |
s-1409
| Eftir þetta hvarf vor herra og jungfrú Marja burt frá hans sýn til himinríkis. |
s-1410
| En skjótt eftir það fór þessi auma sál til helvítis með fjandanum þar að búa að eilífi með honum. |
s-1411
| 30 Frá einum keisara Svo er sagt af einum keisara er var í Róm er Polinanus hét og mjög var stórlátur, hafandi marga riddara undir sig. |
s-1412
| Hann var giftur og átti mektuga kvinnu og ríkiláta og þeygi góða því að hún elskaði einn riddara meir en sinn bónda hvar fyrir hún vildi sinn bónda dauðan. |
s-1413
| Og sem svo er komið segir keisarinn að hann vill fara í pílagríms ferð út yfir hafið og biður sína kvinnu hegða sér vel og geyma hans góss og peninga vel meðan hann er í burt og biður hana hér um kærliga. |
s-1414
| ' Allt skal vel vera með guðs vilja' segir hún. |
s-1415
| Og sem hennar bóndi er í burt farinn af landinu sína pílagríms ferð sendi hún eftir einum galdra manni og sem hann er kominn á hennar fund segir hún til hans: ' Minn bóndi er farinn pílagríms ferð burt af landinu. |
s-1416
| Og ef þú vilt drepa hann svo hann komi aldri aftur til mín þá skaltu hafa af mér það sem þú beiðist.' |
s-1417
| Hann svarar: ' Þetta kann eg vel gera að drepa keisarann í hvað part í veröldinni sem hann er en fyrir mitt erfiði vil eg ekki annað hafa en elsku af yðru hjarta.' |
s-1418
| Hún játar honum þessu. |
s-1419
| En galdra maðurinn fer til og gerir ei mannlíkan með vax og jörð sem líkast keisaranum og setur það fram fyrir sig svo sem hafandi það fyrir skotspón. |
s-1420
| En nú er þar til að taka sem keisarinn er í sinni pílagríms ferð og segir að hann væri á Rómvegi. |
s-1421
| Og einn dag er hann gengur mætir hann einum klerk. |
s-1422
| Þar heilsar hver öðrum og keisarinn spyr hann tíðinda en hann þegir og andvarpar mæðiliga. |
s-1423
| Keisarinn segir til hans: ' Þú góður klerkur. Seg mér hvað hryggir þig eða fyrir hverju sorgar þú.' |
s-1424
| Klerkurinn svarar: ' Fyrir þínum dauða' segir hann. |
s-1425
| ' Fyrir utan efa muntu deyja í dag nema eitt hvað sé við gert.' |
s-1426
| Keisarinn svarar: ' Seg mér hvað kemur þar til.' |
s-1427
| Klerkurinn svarar: ' Þín kvinna er ein skækja og hefir langan tíma verið og þenna dag segir hún svo fyrir að þú skalt deyja.' |
s-1428
| Og sem keisarinn heyrði þetta undraði hann þetta mjög svo segjandi: ' Það kenni eg vel' segir hann' að mín kvinna er ein skækja og lengi hefir verið en af mínum dauða kenni eg ekki. |
s-1429
| Og ef þar er remedium eða hjálp til míns dauða og þá seg mér og ef þú mátt mínu lífi hjálpa og allt mitt góss og peningar skulu vera að þínum vilja.' |
s-1430
| Klerkur svarar: ' Fyrir víst er þar ráð til og hjálp ef þú vilt eftir mínum vilja gjöra.' |
s-1431
| Keisarinn svarar: ' Eg er búinn að gera að öllu sem þú segir fyrir.' |
s-1432
| Klerkur svarar: ' Húsfrú þín hefir fengið sér einn galdra mann og hann skal drepa þig þenna dag með sinni kunnáttu og göldrum og hann hefir gert eina líkneskju og það setur hann fram á eitt pláss fyrir sig og þar skal hann að skjóta. |
s-1433
| Og ef hann hæfir í brjóstið á líkneskinu þá deyr þú þegar í hvað part sem þú ert ef þú hefir enga hjálp. |
s-1434
| Því ger skjótt eftir mínum ráðum og skal eg hjálpa þínu lífi. |
s-1435
| Kasta að þér þínum klæðum og gakk inn í eina stofu og í bað er eg hefi þér fyrirbúið.' |
s-1436
| Keisarinn gerir sem hann bauð. |
s-1437
| Og sem hann er þar kominn gefur klerkur honum eitt gullgler í sína hönd svo segjandi: ' Nú skaltu sjá það allt í glerinu er eg hefir áður sagt þér.' |
s-1438
| Og sem hann hafði verið í baðinu um stund bað klerkur hann sjá í glerið' og seg mér hvað þú sér.' |
s-1439
| Keisarinn svarar: ' Eg sé alla hluti þá sem gerðir eru í mínu húsi og þú sagðir mér.' |
s-1440
| Og galdra maðurinn bendir nú sinn boga og ætlar að skjóta að líkneskjunni. |
s-1441
| Klerkur svarar: ' Svo sem þú elskar lífið þá þú sér hann draga bogann og ætlar að skjóta þá dýf þú þér niður í vatnið sem skjótast ef þú vilt dauðann forðast því ef hann hittir líkneskið þá hittir hann þig.' |
s-1442
| Og sem hann sér í glerið og sér galdra manninn búinn að skjóta dýfir hann sér niður í vatnið. |
s-1443
| Og sem hann lyftir upp höfðinu spyr klerkur: ' Hvað sér þú nú?' |
s-1444
| Keisarinn svarar: ' Galdra maðurinn skýtur að líkneskjunni eitt skot hvert eg hræðumst mjög.' |
s-1445
| Klerkur svarar: ' Góð von er þér' segir hann. |
s-1446
| ' Hefði hann skotið líkneskið þá hefðir þú dáið.' |
s-1447
| Hann biður hann enn líta í glerið og segja hvað hann sæi. |
s-1448
| Keisarinn segir að hann bendir sinn boga og vill skjóta. |
s-1449
| ' Gjör sem þú gerðir fyrr' segir klerkur,' elligar ertu dauður'. |
s-1450
| Og þegar stingur hann höfðinu ofan í vatnið og sem hann lítur upp segir hann til klerksins: ' Nú var eg hræddur mjög að hann mundi skjóta líkneskið en galdra maðurinn kallaði á hana svo segjandi: ' Ef eg skýt í þriðja sinn þá er eg sonur dauðans en þinn maður eigi dauður að heldur' |
s-1451
| en mín húsfrú grætur og sorgar.' |
s-1452
| Klerkur svarar: ' Lít enn í glerið og seg hvað þú sér.' |
s-1453
| Keisarinn svarar: ' Hann færir sig nú og bendir sinn boga að skjóta að líkneskjunni en nú er eg allra hræddastur.' |
s-1454
| ' Gjör sem þú hefir áður gert þá þarftu ekki að hræðast.' |
s-1455
| Hann gjör svo. |
s-1456
| Og sem hann lítur upp úr vatninu lítur hann í glerið og er nú með glaðara bragði en vant er. |
s-1457
| Klerkurinn segir til hans: ' Seg hvað þú sér.' |
s-1458
| Keisarinn svarar: ' Galdra maðurinn skaut að líkneskinu og skaut sjálfan sig framan í lungun og er dauður en húsfrú mín syrgir mjög og tók skrokkinn og lét undir sæng sína.' |
s-1459
| Klerkurinn segir: ' Nú hefi eg hjálpað lífi þínu og gef mér mitt kaup og far síðan í friði.' |
s-1460
| Keisarinn gaf honum svo mikið sem hann beiddi og skildu síðan. |
s-1461
| Fór keisarinn heim aftur til síns lands og fann skrokkinn undir sæng húsfrú sinnar. |
s-1462
| Fór síðan til herrans af staðnum er engelskir kalla mær og kærir fyrir honum hversu hans kvinna hafði breytt meðan hann hafði burtu verið og hvað hann hafði fundið undir hennar sæng. |
s-1463
| Síðan er hún tekin og drepin og tekið úr henni hjartað og partað í þrjú öðrum til viður vörunar en hann fékk sér aðra kvinnu betri og endaði sitt líf með friði et cetera e. |
s-1464
| 31 Frá riddara einum Ágústínus hét byskup heilagur og réð fyrir borginni Damasko. |
s-1465
| Þar var í borginni einn riddari ríkur að peningum og nokkuð gálaus og eigi mjög guðhræddur. |
s-1466
| Þessi sami riddari vildi eigi gaum gefa að lúka tíund af fé sínu eftir góðra manna siðvenju og skyldu og hér með hafði honum oft settar verið áminingar og um síðir var hann forboðaður. |
s-1467
| Og á einum hátíðis degi fyrir messu gekk fyrr nefndur byskup Ágústínus í kirkju dyr svo sem að predika guðs erindi fyrir fólkinu því margt var til komið að heyra og áður hann hætti sinni hjálpsamligri kenningu. |
s-1468
| Var það í hans máli millum annarra hluta að hann fyrirbauð hverjum þeim manni að vera í kirkju eða innan kirkju garðs á þann dag undir heilagri messu sem hann væri í nokkurs konar forboði óleystur af sínum glæpum. |
s-1469
| Síðan fór hann sjálfur og sagði messu. |
s-1470
| Og sem messan var upp hafin urðu þau tíðindi úti í kirkju garðinum er gegna þótti stórum undrum að margra dauðra manna grafir lukust upp og þar með söfnuðust saman bein dauðra manna út af garðinum kirkjunnar og einn maður í þessa dauðra manna liði var miklu meiri en annað fólk er þar var saman komið svo eigi þóttust minn slíkan séð hafa. |
s-1471
| Stóð hann með samföstum sínum líkama og þagði. |
s-1472
| Við þenna atburð varð allt fólk óttafult og gekk inn það sem komast mátti í kirkjuna og varð hér af mikið háreysti. |
s-1473
| Var þá og sagt byskupi hvað til tíðinda gerðist úti. |
s-1474
| Svo sem hann varð þessa vís gekk hann út fyrir kirkjuna og sá þessa hluti alla sem honum voru áður sagðir. |
s-1475
| Síðan tók hann svo til orðs við þann mikla mann er áður var frá sagt: ' Eg særi þig fyrir drottin Jesúm Krist son guðs lifanda er fæddur var af jungfrú Marju með krafti heilags anda að þú segir mér hvað þessi stóru undur hafa að þýða sem hér verða í dag.' |
s-1476
| Og sem byskup hætti að tala til hans svarar hann á þessa lund: ' Það skal eg gjarna gera' segir hann' því að mér er nú það lofað að mæla við yður. |
s-1477
| Þú herra byskup ert svo guði ávarður og helgaður að vér máttum með engu móti annað en hlýða svo sem guðs atkvæði yðrum orðum er þú fyrirbautt að þeir menn er í nokkurs konar banni eða forboði af heilagri kirkju skyldi eigi að messu vera hér í dag í kirkju garði. |
s-1478
| Og því söfnuðust þessi bein dauðra manna þaðan á brott að þessir voru eigi leystir af forboði eða banni því sem þeir höfðu í fallið lifandi.' |
s-1479
| Þá spurði heilagur Ágústínus: ' Hvað manna hefir þú verið eða hver vandræði hefir þig hent er þú verður þessu að standa.' |
s-1480
| Hann svarar: ' Eg var einn riddari og vilda eg eigi eftir því sem góðra manna skylda er til tíund að gera guði af mínum peningum og fyrir það sama stendur eg nú í sömu pínu sem þessir er nú megu eigi hér liggja fyrir þitt boð og vald er gefið af guði.' |
s-1481
| Nú svo sem þessi maður hinn mikli hætti sinni ræðu þá gekk sá riddari er lifandi var þar hjá í kirkju garðs hliðið því hann var áður fyrir utan garðinn meir hyggjandi að sinni skemmtan en heilögum tíðum. |
s-1482
| Féll hann þó fram með iðrun og gráti biðjandi miskunnar og líknar af honum. |
s-1483
| Og svo sem hinn góði byskup sá og hugleiddi þá hluti alla sem guð hafði dásamliga gert og birt fólkinu fór hann til og leysti þessa menn alla svo sem þeir væri lifandi menn og síðan lauk hann tíðum. |
s-1484
| Eftir það söfnuðust og öll dauðra manna bein aftur í grafir sínar og lukust þær aftur allar þegar þeir voru leystir og lágu þar síðan í náðum et ectera e. |
s-1485
| 32 Frá einum greifa Katepadíus hét einn greifi er var í Róm hver er sagður var miskunnsamur hvar fyrir af sinni mikilli miskunnsemi að hann setti þau lög að hvort sem væri mannslagari eða reyfari þjófur eða illgerða maður og væri tekinn og leiddur fyrir dóms manninn. |
s-1486
| Og ef hann mátti segja iii þing þau er sönn eru og svo sönn að engi mætti móti mæla þá skyldi hann hafa sitt líf og sinn erfð alla. |
s-1487
| Svo kemur til efnis eftir þetta að einn riddari er hét Plebens lagðist út einn skóg og alla þá sem fóru um skóginn drap hann eða reyfði slíkt sem þeir höfðu til. |
s-1488
| Og sem réttarinn spyr þetta sendir hann þegar menn á skóginn leyniliga og skyldi taka hann. |
s-1489
| Og sem hann er tekinn og færður fyrir réttarann og réttarinn svo til hans segjandi: ' Vinur', segir hann,' þú kennir lögin að segja þrisvar satt svo að engi megi í móti mæla elligar fyrir utan efa deyr þú og skaltu vera hengdur áður en eg eti'. |
s-1490
| Riddarinn svarar: ' Gefið hljóð' sagði riddarinn. |
s-1491
| ' Eg skal fylla lögin.' |
s-1492
| Og sem hljóð gafst sagði riddarinn svo: ' Vinur' segir hann.' Ið fyrsta er það satt er eg skal segja til yðvar. |
s-1493
| Allan tíma í mínu lífi hefi eg verið þjófur og manndrápari og reyfari.' |
s-1494
| Sem réttarinn heyrði þetta segir hann til riddaranna og til þeirra er hjá voru: ' Þetta er satt sem hann segir.' |
s-1495
| Þeir játuðu því er hjá voru og sögðu ef hann hefði eigi verið illgerða maður þá hefði hann eigi verið hingað færður og því er það satt sem hann segir. |
s-1496
| Réttarinn spurði hvað það væri annað er hann sagði öllum á heyröndum. |
s-1497
| ' Það var mjög móti mínu skapi og vilja að eg kom hér.' |
s-1498
| Réttarinn segir: ' Það trúum vér allir satt vera. |
s-1499
| Og seg oss nú ið þriðja satt og þá hefir þú fyllt lögin.' |
s-1500
| Hinn segir: ' Hið þriðja satt skal eg segja til yðar. |
s-1501
| Kemur eg eitt sinn burt héðan. Til þessa staðar skyldi eg aldri aftur koma að mínum vilja.' |
s-1502
| Og svo sem réttarinn heyrði þetta svo segjandi til hans: ' Senniliga hefir þú full fyllt lögin og hjálpað þínu lífi og gakk nú fyrir oss hvert er þú vilt og gjör þig nú að góðum manni héðan af og ger eigi oftar í móti guði.' |