s-1103
| Sankti Gregoríus segir svo, að hálft hennar líf var gott, en hálft illt fyrir hennar orð. |
s-1104
| Slík dæmi vara oss við að tala fúllega með vorum munni. |
s-1105
| 17 16 Svo segir af einum manni að hann tók í vanda sinn, sem hann gekk til sængur sinnar, og reis upp úr henni, að hann bað vorn herra kóng fyrir júðum, og allri kristninni, og gefa sér miskunn að fara ei úr þessari veröld, fyrri en hann væri hreinlega skriftaður af öllum sínum syndum. |
s-1106
| Sem hann lagðist niður á kvöldin, og reis upp á morgnana, gjörði hann kross á sínu brjósti með þessum orðum: ' In nomnini patris et filii, et spiritus sancti, Amen. |
s-1107
| Jesús af Nasareth kóngur yfir júðum, haf þú miskunn á mér, in nomine patris.' |
s-1108
| Svo bar til að þessi maður andaðist skjótlega, fjandur tóku sál hans, og vildu hafa leitt hana til helvítis. |
s-1109
| En þar kom einn fagur maður, og skínandi, og tók hana í burt frá þeim, og eftir það hvarf hann í burt, en út af þeim sama stað, sem hann gjörði þetta helga teikn af krossinum, kom út skínanda ljós svo bjart sem ein stjarna. |
s-1110
| Þetta gaf honum ljós í sínu myrkri. |
s-1111
| Fjandurnir komu til hans aftur, og stóðu í kringum hann, og vildu hafa tekið hann, en það ljós er kom frá honum, gjörði þá svo hrædda, að þeir þorðu ei að leggja hendur á hann, og í þessu kom hinn bjarti maður aftur til hans, svo segjandi, að hinn hæsti dómari sagði svo til hans, að hann skyldi vera fyrir dæmdur fyrir sínar syndir, og ei síður fyrir sína trú, og sínar bænir er hann hafði um hans píning, í ákalli, og trausti á hans nafni, og hann skyldi lifna aftur, og skriftast hreinlega, af öllum sínum syndum, ef hann vildi bæta sitt fyrra líf. |
s-1112
| Svo gjörði hann og lifði vel alla sína daga, og endaði vel sitt líf. |
s-1113
| 18 17 Í einni ey byggðri skeði svo orðið ævintýr, að einn dreki eyddi sömu ey, svo að enginn þorði að byggja þar fyrir honum, því að hann drap bæði menn og fénað, og allt það sem hann fann utangarðs. |
s-1114
| Hugðu það allir að það væri fjandinn sjálfur, því að enginn kunni að finna hans heimili. |
s-1115
| Kom þar þá allt fólk saman, að leita ráðs, hvað til tækilegast væri. |
s-1116
| Skammt þaðan var einn heremíti góður maður og guðlegur. |
s-1117
| Fólkið spurði hann hér ráðs um, og sagði honum hvar komið var, en hann svaraði svo: ' Ef þér viljið ganga til skrifta, og hreinsa yður af öllum syndum, og lofa þar með að lifa betur en áður, þar með skuluð þér fasta og biðjast fyrir, þá má vera að guð gjöri nokkuð að yðvarri bæn.' |
s-1118
| Því játuðu allir glaðlega að gjöra sem hann bauð. |
s-1119
| ' Þér skuluð vaka, og fasta í 3 daga' sagði hann,' og sem það er gjört, sendið mér þá boð'. |
s-1120
| Eftir það fóru allir heim, og gjörðu sem þeim var boðið, og sem einsetu maður kom heim lagðist hann til bænar, og biður fyrir fólksins nauðsyn, og bað til guðs að finnast mætti drekans inni, svo hann gerði engum skaða, og fólkið mætti sjá hans mátt, og mildi, og sem hann hefur endað sína bæn, sá guð hans góðan þanka, og sendi honum sinn engil, er honum sagði réttan veg þangað sem drekinn lá. |
s-1121
| Engillinn sagði svo til heremítans: ' Safnið hingað fólkinu öllu, að það komi hér sem snarast, en eg skal geyma yður, svo að drekinn gjöri yður ekki neitt vont.' |
s-1122
| Og sem fólkið var saman komið, gekk hann fyrir þeim til bælis drekans. |
s-1123
| Þar fundu þeir eina steinþró. |
s-1124
| Engillinn bað að þeir skyldu lúka upp steinþrónni, og hræðast hann ekki,' því að eg hefi nú bundið hann, og allan hans mátt, en hér býr hann í, með öllu öðru illu þingi'. |
s-1125
| Og sem þeir höfðu upplyft lokinu, sáu þeir einn kvinnlíkam klofinn í sundur að endilöngu, þar á milli lá þessi dreki. |
s-1126
| Þeir undruðust fast þessa sýn, og spurðu hvar fyrir hún var þar svo illa komin, eður því hún var svo farandi, að drekinn lá þar, eður því hennar líkami væri í sundur klofinn. |
s-1127
| Engillinn svarar: ' Hún var gift með rétt hjónalag, en hélt það falsklega, því að þar sem ii líkamir eru gjörðir í eitt hold, með Heilögu Sakramenti, sem saman skyldu halda svo lengi sem þau lifa, og hverki annars hold yfirgefa. |
s-1128
| En þessi auma kvinna braut það helga Sacramentum, og gaf sitt hold til saurlífis, en lítinn part til síns bónda, en þó meir fyrir skamm skuld en kærleik, og fyrir þessa synd er hún í sundur klofin, en drekinn þar í milli lagður, fyrir sakir hennar synda. |
s-1129
| Aum var hún þann tíma er hún var borin, því að fyrir utan enda er hún fordrifin.' |
s-1130
| Engillinn sagði þá til drekans: ' Eg býð þér að þú flýir í burt héðan úr þessu landi.' |
s-1131
| Drekinn flýði þegar fyrir hræðslu sakir, en allir lofuðu guð. |
s-1132
| Hér mega er konur dæmi af draga, er illa halda sinn hjúskap, þær byggja sér ból með fjandanum í helvíti. |
s-1133
| 19 18 Í einhverjum stað voru ii riddarar er kærlega elskuðust sín á milli. |
s-1134
| Svo kemur, að annar þeirra tók sótt og andast, en sá sem eftir lifði tók stóra sorg fyrir það, að félagi hans deyði svo skjótlega. |
s-1135
| Og eina nótt sem hann lá í sinni sæng, var hann fallinn í mikla andvöku svo hann mátti ekki sofa, en tunglið skein glatt inn í húsið, þar er hann lá um einn glerglugg. |
s-1136
| Hann horfði út í þann sama glugg, er geislinn skein inn um, og í geislanum sá hann manns ásjónu, svo sem þar væri kominn hans félagi. |
s-1137
| Hann óttaðist mjög, og þenkti með sér, að það væri ekki utan hindurvitni, er hann sá í geislanum, og varð stórlega hræddur, sem ekki er að undra. |
s-1138
| Sá sem honum sýndist í geislanum talar svo til hans: ' |
s-1139
| Hræðst þú ekki, því að þetta er eg þinn félagi, sem þú elskaðir vel, og því kom eg hér nú, að eg vilda fá hjálp af þér, en þó eg sé dauður, þá vertu ekki hræddur, því að aldri þurfta eg fyrr hjálpar við en nú, því að í þörf skal vinar neita, og duga sumir vinir vel, en sumir illa. |
s-1140
| Því hjálpa þú mér nú í minni sorg, að eg megi því skjótlegar frelsast af minni pínu.' |
s-1141
| Sá svarar er í sænginni liggur, og lætur í burt fara allan ótta, og talar svo til síns félaga: |
s-1142
| ' Hver er þín pína mest?' |
s-1143
| Hinn svarar: ' Þó eg hefða nótt og dag þar til, þá gæta eg þó ei sagt þér af öllum þeim pínum sem eg þoli, þó er sú mest er við gjörðum báðir, að við tókum klæði frá einum fátækum manni fyrir utan rétt, en gjörðum hann bæði bláan og blóðugan. |
s-1144
| Það klæði er nú kastað á mig fyrir pínu, þungt sem eitt fjall eður steinn, og það liggur jafnan á mér, og enginn eldur er svo heitur í veröldu sem það, og brennir mig sárheitt. |
s-1145
| Því bið eg þig félagi, að þú gjörir vel til fátækra manna, og heilagrar kirkju, og heiðra það hver tveggja sem þú kannt, því að heldur vilda eg deyja hundrað sinnum en þola slíka pínu sem eg þolir.' |
s-1146
| Hinn svarar honum með sorgfullu hjarta: ' Minn kæri félagi, seg þú mér hvað það er, sem þér megi helst hjálpa úr þinni pínu.' |
s-1147
| ' Messur' segir hann,' sagðar af góðfúsum presti, og guðhræddum, þær mega mig skjótast frelsa af minni pínu'. |
s-1148
| Hinn tíndi upp marga presta sem þar voru: |
s-1149
| ' Viltu að sá og sá segi messu fyrir þér', segir hann. |
s-1150
| Hinn stóð og þagði, og veifaði sínu höfði til og frá, svo meinandi að hann vildi engan af þeim. |
s-1151
| Það megum vér vita allir, að þessir munu ei allir hreinlífir verið hafa, er hann vildi engan af þeim, af því hann hirti aldri um þeirra bænir, ei fyrir því að messan sé ei jafngóð í sjálfri sér, hver sem hana segir, því að svo sem að sólin týnir ei sinni fegurð, þó hún skíni upp á mykjuhauginn, nema mykjan stiknar því meir, sem hún skín heitara upp á hann, svo tapar og messan ekki sinni dygð, þó að sá sé syndugur sem hana segir, nema hans bænir hafa engan mátt ef hjartað er eigi hreint. |
s-1152
| Þessi sami herrann sem lifandi var nefndi fyrir honum einn prest gamlan og góðsiðugan og spurði ef hann vildi að hann bæði fyrir honum. |
s-1153
| ' Já', segir hinn,' vel þætti mér þá ef hann vildi fyrir mér biðja því að hann mætti mig snart frá minni pínu leiða'. |
s-1154
| Hinn segir: ' Treyst því trúliga til mín að þessi sami prestur skal fyrir þinni sál messu hafa.' |
s-1155
| ' Skal eg treysta mega þinni sögn hér til?' |
s-1156
| ' Já', segir hinn,' svo sem eg er trúr herra skal það gert eftir öllum mínum mætti'. |
s-1157
| Þá segir hinn dauði: ' Eg skal gera þar mark til að þú þenkir betur upp á mig. |
s-1158
| Þá greip hann í hans armlegg og í annan tíma í hans þjó en hinn kenndi þar engan sársauka af en bert var eftir beinið þar sem hinn hafði á tekið. |
s-1159
| Þetta mark sá allir á honum en enginn vissi hvar af það kom. |
s-1160
| En dauði herra sagði svo til hans: ' Ekki skaltu lengur en ii ár héðan af lifa' |
s-1161
| og sagði honum hvern dag hann skyldi deyja. |
s-1162
| Síðan hvarf hann í brott en hinn sem eftir lifði bætti sig og hélt við hinn dauða vel sitt heit sem hann hafði honum lofað og lét þann sama prest segja dagliga messu fyrir hans sál. |
s-1163
| Síðan tók þessi maður pílagríms búning og vendi út til Jórsala til helgu grafar fyrir þær syndir sem hann hafði sínum guði í móti gert og upp á sömu stund og dag er hans félagi hafði honum fyrir sagt deyði hann. |
s-1164
| Blessaður sé sá guð er honum senda slíka vitneskju. |
s-1165
| Nú megi þér vita af þessu ævintýri að þjófnaður bruggar mikið böl þar sem dauðir menn bera þar vitni um og sérliga þeir sem fátæka menn reyfa eða berja fyrir utan rétt. Því að þjófnaður vill sinn meistara skenda og fyrir gera hann fyrir utan enda. |
s-1166
| 20 Í einum stað er Lundún heitir í Englandi bar svo til að einn ríkur maður og annar óríkur kærðust við um eitt lítið land og þar fyrir var þeim settur dagur að hinn ríki maður skyldi eið sverja. Því að allir sögðu að hann mundi eigi falskan eið sverja eftir því sem hann var beðinn satt að segja, eigi fyrir gott eigi fyrir illt, utan trúliga sverja sinn eið. |
s-1167
| En hans hjarta var allt annað og þann falsleika þenkti hann nú að fram skyldi koma. |
s-1168
| En guð lét fyrr yfir hann koma sína reiði því að jafnskjótt sem hann hafði þenna falsliga eið svarið féll hann dauður niður. |
s-1169
| Það trúi eg og þori eg að segja að hann muni fullilla farið hafa. |
s-1170
| Í þessu ævintýri er yður sýnt hversu það er sverja ranga eiða, sérliga við vorn herra eða hans helga dómna. Því að hver maður er sver rangan eið fyrirlætur guð og hans vegu, því að hver er sver falskan eið fyrirlætur fimm sæt þing, guð almáttigan fyrst og allan hans félags skap. |
s-1171
| Þeir hjálpa honum aldri ef hann lýgur. |
s-1172
| Og Kristur er fyrir hann var píndur hjálpar honum eigi ef hann lýgur. |
s-1173
| Sinn kristinn dóm fyrirlætur hann. |
s-1174
| Ið fjórða að hann fyrirlætur allar góðar bænir er beðnar verða og þær stoða honum ekki ef hann lýgur. |
s-1175
| Hið fimmta er það að hann gefur sig sjálfum fjandanum í helvíti fyrir utan enda ef hann lýgur fyrir þess skuld er deyði á krossinum að þér sverjið yður eigi fyrir veraldar góss því að verðleikurinn er meira verður en öll veröldin et cetera. |
s-1176
| 21 Af ii riddurum Svo er sagt af ii riddurum er missáttir urðu sín í milli svo að hvor vildi annars líf hafa. |
s-1177
| Svo bar til að þeir fundust að annar sló annan í hel. |
s-1178
| Og sá er helsleginn var átti son eftir ungan og mannvænligan. |
s-1179
| Þessi ungi maður ráðgaðist við sína vini hversu hann skyldi síns föður hefna. |
s-1180
| Hann fékk sér styrk og leitaði fast eftir sínum föður bana. |
s-1181
| Þess unga manns makt og ríkdómur stóð alla vega um kringis að hinn þorði hvergi að bíða; þessi sami riddari er unga manns föður hafði slegið geymdi sig í einum kastala. |
s-1182
| En hinn setti sterk varðhöld um kringis svo hann mátti hvergi burt komast utan lífs háska allt árið um kring, eigi til messu eða annarrar guðs þjónustu, og aldri fór hann til kirkju. |
s-1183
| Og sem þann tími kemur er vér köllum langaföstu og öllum ber að leggja af heift og hatur hver við annan, og sem kemur langafrjádagur stendur þessi riddari sem inni þenkti í sitt hjarta að það var langur tími síðan hann hafði messu heyrt og talar í sitt hjarta: Hvað sem guð vill við mig gera þá skal eg ganga til kirkju. |
s-1184
| Lét síðan draga af sér sín skóklæði og gekk út berfættur út sem siður er til að heyra guðs embætti. |
s-1185
| Og er hann er á veg til kirkjunnar kemur þessi ungi maður í móti honum og segir svo: ' Þú falsari. |
s-1186
| Nú skaltu deyja og míns föður dauða skaltu dýrt kaupa og ekki veraldar góss skal þér hjálpa að þú hafir eigi full gjöld af mér.' |
s-1187
| Riddari sem hann heyrði orð unga manns sá eigi annað ráð en féll upp á sín kné og sagði svo til hans: ' Fyrir þess sakir er fæddur var af Marju mey og svo fyrirgef þú mér mitt brot eg er svo sem hertaki í þessum stað. |
s-1188
| Því gef eg mig allan undir þína miskunn eftir því sem þú vilt að guð verði þér miskunnsamur á dóms degi.' |
s-1189
| Sem þessi ungi maður heyrði hann biðja svo sorgfulliga og sagði svo segjandi síðan: ' Þú hefir mig af öllu hjarta beðið fyrirgefningar og fyrir þess lof er þennan dag keypti oss öll með sinni pínu og fyrir hans móður skuld Marie þá gef eg þér frið og mína elsku' |
s-1190
| og sté síðan niður af sínum hesti og kyssti riddarann svo til hans talandi: ' Nú eru við vinir er áður vorum óvinir. |
s-1191
| Göngum nú til kirkju báðir samt með trúrri elsku og miskunn fyrir þann er friðinn setti.' |
s-1192
| Riddarinn varð nú geysi glaður sem von var því að hinn ungi maður fyrirgaf honum allan sinn misverka og svo urðu allir þeirra félagar. |
s-1193
| Gengu síðan til kirkju báðir saman og féllu fram fyrir krossinn til heiðurs guðs píningar sem siður er til kristnum mönnum þann dag að minnast við vors herra fætur. |
s-1194
| Hinn eldri riddari gekk fyrr til fyrir siðar sakir. |
s-1195
| Síðan gekk hinn yngri til er bæði var orðinn mjúkur og lítillátur og signdi sig með krossmarki, féll fram síðan og minntist við fætur líkneskinu. |
s-1196
| Krossinn sem þar var niður lagður rétti fram sína arma um háls enum unga manni og kyssti hann síðan og allir nærverandi menn ungir og gamlir sáu þetta háleita tákn og lofuðu allir guð fyrir þessa jarteign og þann verðleik er þann ungi mann fékk af guði að líkneskið skyldi kyssa hans munn, eigi fyrir því að í hans hjarta væri mikil blessan. |
s-1197
| Og hér fyrir lofuðu allir guð er sáu þetta tákn sem verðugt var. |
s-1198
| 22 Frá einum manni Það var einn mann í Englandi sem fleiri aðrir þó frá þessum verði nú sagt heldur en öðrum er tók í sinn vanda að gera vinum sínum og nágrönnum sínum gesta boð á hverjum jólum. |
s-1199
| Og svo kom til eitt sinn að hann sendi eftir sínum boðs mönnum. |
s-1200
| Sem hans sendimaður kom heim aftur settist hann niður í kirkjugarðinn á eins dauðs manns leiði og sem hann er hvíldur stendur hann upp og segir svo: ' Það vilda eg að guð veitti það fyrir sína mildi að þessi maður sem hér liggur mætti fá svo mikla gleði og fögnuð að míns hús bónda veislu sem eg hefi nú fengið á hans leiði.' |
s-1201
| Síðan gengur hann í burtu. |
s-1202
| Og sem veislan er sett og allir eru komnir í sitt sæti kemur inn einn maður ókenndur og settist niður og er heldur fölur og hvorki etur hann né drekkur og ekki gleði bragð sjá þeir á honum. |