is-modern-train
Universal Dependencies - Icelandic - Modern
Language | Icelandic |
---|
Project | Modern |
---|
Corpus Part | train |
---|
View options
Tags:
Javascript seems to be turned off, or there was a communication error. Turn on Javascript for more display options.
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
Ég held að það séu ýmsar aðrar leiðir til að setja hlutina fram svo að þeir séu réttlátari og betur til þess fallnir að þjónusta alla og að mismuna ekki fólki eftir því hvort það á peninga eða ekki. Það er vegur sem við virðumst vera farin að rata, sem er mjög óhugnanlegt, að við séum komin á þann stað. Ég er svo kvöldsvæf, ég held að ég sé orðin þreytt, ég man ekki hver seinni hluti spurningar hv. þingmanns var. Hún getur þá kannski skerpt á því í næsta andsvari. Herra forseti. Ég þakka hv. ræðumanni fyrir ræðuna. Ég verð að viðurkenna að ég er ein af þeim sem hafa tekið barnið sitt með í áfengisbúð eins og hún. Ég vissi það ekki fyrr en núna, þegar ég stóð hér til hliðar í þessari umræðu, að það væri einhver sérstök skömm að því. Ég vil fá að skila henni til baka. Það eru ekki allir sem eiga í erfiðleikum með áfengi, raunar fæstir. Við verðum að hafa það í huga í allri þessari umræðu og gæta ákveðins meðalhófs þegar við erum að ræða þessi mál. Ég vil spyrja hv. þingmann hvað hún sjái fyrir sér varðandi aðbúnað vínsölu í breyttu rekstrarformi.
Download XML • Download text
• Sentence view • Dependency trees