Text view

Universal Dependencies - Icelandic - PUD

LanguageIcelandic
ProjectPUD
Corpus Parttest

Javascript seems to be turned off, or there was a communication error. Turn on Javascript for more display options.

Árið 1839 háðu Kínverjar fyrsta Ópíumstríðið við Stóra Bretland þegar yfirlandstjóri Hunan og Hubei, Lin Zexu, bannaði erlend viðskipti með ópíum. Kínverjar lutu í lægra haldi og árið 1842 samþykktu þeir skilmála Nanking-sáttmálans. Hong Kong-eyja var látin af hendi til Breta og tilteknar hafnir, svo sem í Sjanghæ og Guangzhou, voru opnaðar fyrir viðskiptum og búsetu Breta. Árið 1856 braust annað Ópíumstríðið út. Aftur lutu Kínverjar í lægra haldi og neyddust til samþykkja skilmála Tientsins-sáttmálans árið 1856 og Peking-samningsins árið 1860. Sáttmálinn opnaði nýjar hafnir fyrir viðskiptum og gerði útlendingum kleift ferðast inni í landinu.

Download XMLDownload textSentence viewDependency trees