s-301
| Á meðan Alisher gekkst undir meðferð í Köln æfði Chusovitina í Þýskalandi og árið 2006 gerðist hún þýskur ríkisborgari. |
s-302
| Hún keppti því fyrir Þýskaland í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Peking árið 2008. |
s-303
| Þar vann hún sín önnur Ólympíuverðlaun þegar hún hlaut silfur fyrir stökk. |
s-304
| Chusovitina keppti svo á sínum sjöttu Ólympíuleikum þegar hún mætti til London 2012 fyrir hönd Þjóðverja þá 37 ára og komst meðal annars í úrslit í stökki og endaði í fimmta sæti. |
s-305
| Nú er hún farin að keppa aftur fyrir hönd Úsbekstan og tókst í vor að vinna sér inn þátttökurétt á sjöundu Ólympíuleikunum í röð og verður því væntanlega í eldlínunni í Ríó í ágúst, þá orðin 41 árs. |
s-306
| Oksana Chusovitina er í miklum metum í heimalandi sínu og ber meðal annars titilinn heiðursíþróttamaður Úsbekistan fyrir framlag sitt í þágu íþrótta í gegnum tíðina. |
s-307
| Chusovitina verður elsta fimleikakonan til að keppa á Ólympíuleikum þegar hún mætir til leiks í Ríó og þá hefur heldur engin fimleikakona keppt jafn oft á Ólympíuleikum og hún. |
s-308
| Chusovitina á þó talsvert langt í að ná meti kanadíska knapans Ian Millar sem keppt hefur á 10 Ólympíuleikum. |
s-309
| Millar sem keppti í hestaíþróttum keppti fyrst á leikunum í München árið 1972 þá 25 ára og svo aftur fjórum árum síðan í Montreal en missti af leikunum í Moskvu 1980. |
s-310
| Hann keppti svo á öllum leikum frá og með 1984 til leikanna í London 2012 en þá var Millar orðinn 65 ára. |
s-311
| Lengi vel var útlit fyrir að Millar færi á sína elleftu Ólympíuleika og yrði með á leikunum í Ríó, en þar sem hans besta hross, hesturinn Dixon er að jafna sig eftir aðgerð verður ekkert af þátttöku hans. |
s-312
| En Millar verður þó í Ólympíuliði Kanada, það er að segja Amy Millar, dóttir Ians og hún mun að sjálfsögðu keppa í hestaíþróttum á leikunum. |
s-313
| Millar er þó ekki elstur til að keppa á Ólympíuleikum. |
s-314
| Það met er í eigu sænsku skyttunar Oscars Swahn sem var 72 ára og 281 dags gamall þegar hann keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í Antwerpen árið 1920. |
s-315
| Swahn náði reyndar lágmarki inn á leikana í París fjórum árum síðar, dró þátttöku sína til baka og mætti ekki til keppni. |
s-316
| Swahn á líka metið yfir elstu íþróttamenn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum. |
s-317
| Hann var 64 ára og 280 daga gamall þegar hann vann gullið í skotfimikeppni á leikunum í Stokkhólmi árið 1912. Ekki nóg með það, þá á Swahn líka metið sem elsti verðlaunahafi á Ólympíuleikum frá uppafi. |
s-318
| Hann vann nefnilega silfurverðlaun á leikunum í Antwerpen 1920 þá á sjötugastaogþriðja aldursári. |
s-319
| Elsta konan til að vinna verðlauna á Ólympíuleikum er Lida Peyton Pollock frá Bandaríkjunum sem vann gull í bogfimi í St. Louis 1904, þá 44 ára. |
s-320
| Elsti Íslendingurinn til að keppa á Ólympíuleikum var Carl J. Eiríksson sem var 62 ára þegar hann keppti í skotfimi á leikunum í Barcelona 1992. |
s-321
| Hann var raunar elsti keppandinn af öllum íþróttamönnunum sem kepptu á Ólympíuleikunum í Barcelona. |
s-322
| Carl náði sér þó ekki á strik og endaði í 50. sæti af 52 keppendum í sinni grein. |
s-323
| Íslensku keppendurnir átta sem mæta til leiks í Ríó í Brasilíu í ágúst eru hins vegar allir talsvert yngri. |
s-324
| Júdókappinn Þormóður Árni Jónsson er þeirra elstur, en hann er þó ekki nema 33 ára, sem telst nú ekki hár aldur í hæsta gæðaflokki í júdó. |
s-325
| Pistillinn var fyrst fluttur á Sportrásinni á Rás 2, mánudagskvöldið 25. júlí 2016. |
s-326
| Evrópumótið í frjálsum íþróttum hefst í Amsterdam í Hollandi á miðvikudag, 6. júlí. |
s-327
| Allt besta frjálsíþróttafólk Evrópu verður meðal keppenda, þar á meðal fimm íslenskir íþróttamenn. |
s-328
| RÚV sýnir beint frá EM alla keppnisdagana. |
s-329
| Aníta Hinriksdóttir keppir í 800 metra hlaupi og hefur keppni í undanrásum á miðvikudag klukkan 16:25. |
s-330
| Komist hún í undanúrslit keppir hún í þeim á fimmtudag klukkan 16:50. |
s-331
| Úrslit 800 metra hlaups kvenna verða svo laugardaginn 9. júlí klukkan 19:40 Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti. |
s-332
| Forkeppnin verður klukkan 10:00 eða 11:25 á fimmtudag, en komist hún í úrslit keppir hún í þeim laugardaginn 9. júlí klukkan 16:45. |
s-333
| Arna Stefanía Guðmundsdóttir keppir í 400 metra grindahlaupi. |
s-334
| Undanrásirnar eru föstudaginn 8. júlí klukkan 12:15. |
s-335
| Undanúrslitin verða á laugardag klukkan 18:20 og úrslitin á sunnudag klukkan 15:05. |
s-336
| Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti. |
s-337
| Forkeppnin verður á fimmtudag klukkan 14:35 eða 16:15 eftir því í hvorum riðlinum hann lendir. |
s-338
| Komist Guðni Valur í úrslit verða þau laugardaginn 9. júlí klukkan 18:35. |
s-339
| Hafdís Sigurðardóttir keppir í langstökki. |
s-340
| Forkeppnin verður á miðvikudag klukkan 16:40. |
s-341
| Komist hún í úrslit verða þau föstudaginn 8. júlí klukkan 17:20. |
s-342
| miðvikudagurinn 6. júlí: Frá kl. hinn 13:30 á RÚV fimmtudagurinn 7. júlí: Frá kl. hinn 14:05 á RÚV föstudagurinn 8. júlí: Frá kl. hinn 16:05 á RÚV og RÚV 2 laugardagurinn 9. júlí: Frá kl. hinn 16:45 á RÚV og RÚV 2 sunnudagurinn 10. júlí: Frá kl. hinn 15:00 á RÚV og RÚV 2 Sigurbjörn Árni Arngrímsson mun lýsa mótinu af sinni alkunnu snilld. |
s-343
| Besti tennisspilari heims um þessar mundir, Serbinn Novak Djokovic komst í heimspressuna í morgun vegna ummæla sinna um verðlaunafé á alþjóðlegum tennismótum og hafa ummælin reitt marga til reiði. |
s-344
| Djokovic telur sanngjarnara að verðlaunafé til karla á stórmótum í tennis eigi að vera hærra en verðlaunféð sem konurnar vinna sér inn. |
s-345
| Eftir sigur á Milos Raonic í úrslitum BNP Paribas Open mótsins í gær voru ummæli Raymonds Moore frá því fyrr um helgina borin undir Djokovic. |
s-346
| Moore sem er frá Suður-Afríku var sigursæll tennisleikari á áttunda áratug síðustu aldar, lét hafa eftir sér um helgina að konur eins og Serena Williams ættu að vera þakklátar fyrir það að menn eins og Roger Federer og Rafael Nadal hefðu borið tennisíþróttina á herðum sér síðustu ár og konurnar í tennisheiminum nytu í raun aðeins góðs af því. |
s-347
| Moore hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum sem vöktu hörð viðbrögð, meðal annars Serenu Williams sem sagði þau ekkert annað en óvirðingu við konur. |
s-348
| En skaðinn var skeður og Novak Djokovic tók upp þráðinn eftir sigurinn á Raonic í gær. |
s-349
| „ Á meðan öll gögn styðja það að áhuginn sé meiri á karlakeppni í tennis, það seljast fleiri miðar á okkar viðureignir og áhorfendur eru miklu fleiri, þá er það í raun frekar ósanngjarnt að verðlaunaféð í kvennakeppninni sé jafn mikið og hjá okkur,“ sagði Djokovic meðal annars. |
s-350
| Serena Williams svaraði Djokovic á blaðamannafundi eftir tap gegn Victoriu Azarenka á sama móti í gær. |
s-351
| „ Á síðasta ári var uppselt á úrslitaleik kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu löngu áður en uppselt varð á úrslitaleikinn hjá körlunum. |
s-352
| Þið verðið að afsaka, en spilaði Roger Federer þann úrslitaleik eða þá Rafa Nadal eða einhver annar karl? |
s-353
| Ég held nú síður, sagði Serena Williams. |
s-354
| Bryndísi Rún Hansen tókst ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum 100 m skriðsunds kvenna. |
s-355
| Bryndís synti í fimmta riðli af níu í undanrásunum í morgun og var tími hennar 56,98 sekúndur. |
s-356
| Bryndís Rún var síðust í sínum riðli. |
s-357
| Aðeins sextán komast áfram í undanúrslit og var Bryndís með 58. besta tímann í undanrásunum og því talsvert frá því að komast í undanúrslit. |
s-358
| „ Þetta var allt í lagi. |
s-359
| Ég er eiginlega ekkert svo sátt því ég náði mér ekki á strik. |
s-360
| Ég var eiginlega of æst í að ná árangri og hugsaði alltof mikið í sundinu, sagði Bryndís Rún þegar RÚV ræddi við hana eftir undanrásirnar í morgun. |
s-361
| Nánar er rætt við Bryndísi í viðtali sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. |
s-362
| Geir Þorsteinsson sem verið hefur formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 2007 ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs formanns á ársþingi sambandsins í febrúar. |
s-363
| Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér rétt í þessu. |
s-364
| Geir varð framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og formaður tíu árum síðar. |
s-365
| Kosið verður um nýjan formann í Vestmannaeyjum 11. febrúar. |
s-366
| Nú þegar hefur Guðni Bergsson gefið kost á sér og Björn Einarsson íhugar málið. |
s-367
| Yfirlýsing Geirs er svohljóðandi: |
s-368
| „Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ. |
s-369
| Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. |
s-370
| Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. |
s-371
| Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung. |
s-372
| Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. |
s-373
| Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. |
s-374
| Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. |
s-375
| Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga. |
s-376
| Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr. |
s-377
| Áfram Ísland, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.” |
s-378
| Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við úrvalsdeildarlið Breiðabliks í fótbolta. |
s-379
| Jafnframt hefur verið ákveðið að hann fari á lánssamningi til Horsens sem spilar í efstu deild í Danmörku. |
s-380
| Frá þessu var greint á heimasíðu Breiðbliks í dag. |
s-381
| Elfar sem er 27 ára hefur spilað 197 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim níu mörk. |
s-382
| Hann hefur spilað sex leiki með U-21 árs landsliði Íslands og einn með A-landsliðinu. |
s-383
| Hann mun spila með Horsens næstu mánuði og þar hittir hann fyrir Kjartan Henry Finnbogason sem gekk til liðs við félagið 2014. |
s-384
| Þjálfari liðsins er Bo Henriksen sem spilaði hérlendis á árum áður, með Val, Fram og ÍBV. |
s-385
| Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra hefur lýst yfir vonbrigðum yfir því að Helgi Sveinsson, Evrópumeistari í spjótkasti, hafi ekki hlotið stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2016. |
s-386
| Formaður Samtaka íþróttafréttamanna segir ekki litið niður á neinar íþróttir. |
s-387
| Á síðu Íþróttasambands fatlaðra má lesa eftirfarandi: |
s-388
| „Stjórn og starfsfólk Íþróttasambands fatlaðra lýsa yfir vonbrigðum sínum á þeirri staðreynd að Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson hafi ekki hlotið eitt einasta stig í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2016. |
s-389
| Fjöldi íþróttamanna gerði hávært tilkall til þess að vera inni á topp 10 listanum fyrir árið 2016 en alls voru 19 íþróttamenn sem hlutu stig í kosningunni. |
s-390
| Allir sem fengu atkvæði í kosningunni eru vel að þeim komin og óskar Íþróttasamband fatlaðra þeim öllum innilega til hamingju. |
s-391
| Enginn íþróttamaður úr röðum fatlaðra hlaut stig í kjörinu þetta árið. |
s-392
| Árið 2016 varð Helgi Sveinsson Evrópumeistari í spjótkasti í sameinuðum flokkum F42,43 og 44. |
s-393
| Þá setti hann nýtt Paralympic-met í flokki 42 á Paralympics sem fram fóru í Ríó de Janeiro þegar hann kastaði 53,96 metra og hafnaði í 5. sæti. |
s-394
| Á Paralympics er einnig keppt í sameinuðum flokkum aflimaðra (42,43 og 44) og er Helgi í flokki 42 eða þeirra sem keppa með mesta skerðingu innan flokkanna þriggja. |
s-395
| Var hann einn úr hópi keppenda í flokki 42 sem komust í úrslit spjótkastkeppninnar í Ríó. |
s-396
| Er það einlæg von Íþróttasambands fatlaðra að ekki sé svo litið á að Evrópumeistaratitill í íþróttum fatlaðra og Paralympic-met séu svo léttvæg fundin að hægt sé að afskrifa slík afrek með öllu.“ |
s-397
| Íþróttamaður ársins 2016 var kjörinn Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá velska liðinu Swansea. |
s-398
| Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, hafði þetta um málið að segja: |
s-399
| „Svona var niðurstaðan að þessu sinni, við lítum ekki niður á neinar íþróttir.“. |
s-400
| Unglingalandsliðsmanni í körfubolta var boðin nýjasta tegund af snjallsíma fyrir að hitta ekki úr fyrsta vítaskoti sínu í leik með landsliðinu fyrir nokkrum árum. |