Text view

Universal Dependencies - Icelandic - IcePaHC

LanguageIcelandic
ProjectIcePaHC
Corpus Parttest

Javascript seems to be turned off, or there was a communication error. Turn on Javascript for more display options.

indexsentence 1 - 6 < sentence 7 - 17 > sentence 18 - 28

eftir þeirra dæmum alls vér erum einnar tungu þó gjörst hafi mjög önnur tveggja eða nakkvað báðar til þess hægra verði rita og lesa, sem tíðist og á þessu landi, bæði lög og áttvísi eða þýðingar helgar eða svo þau hin spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur sett af skynsamlegu viti, þá hefi ég og ritað oss Íslendingum stafróf, bæði latínustöfum öllum þeim er mér þótti gegna til vors máls vel, svo réttræðir mættu verða, og þeim öðrum er mér þótti í þurfa vera, en úr voru teknir þeir er eigi gegna atkvæðum vorrar tungu. Úr eru teknir samhljóðendur nokkurir úr latínustafrófi en nokkurir í gjörvir. Raddarstafir eru öngvir úr teknir en í gjörvir mjög margir því vor tunga hefir flesta alla hljóðs eða raddar. , af því samhljóðendur mega ekki mál eða atkvæði gjöra einir við sig, eigi svo þeir megi nafn hafa án raddarstafs, en raddarstafnum einum sér hverjum kveða sem hann heitir og honum kveður í hverju máli, og þeir bera svo tign af samhljóðöndum sem almætti af hálfmætti, þá hefi ég af því fyrri setta þá, bæði í stafrófi og í umræðu hér : Við þá hljóðstafi fimm er áður voru í latínustafrófi, a, e, i, o, u, þar hefi ég við gjörva þessa stafi fjóra er hér eru ritnir : ǫ, ę, ø, y. Ǫ hefir lykkju af ai en hringinn af oi, því hann er af þeirra hljóði tveggja saman blandinn, kveðinn minnur opnum munni en a en meir en o. Ę er ritinn með lykkju as en með öllum vexti es sem hann er af þeim tveim samfelldur, minnur opnum munni en a en meir en e. Ø, hann er af hljóði es og os felldur saman, minnur opnum munni kveðinn en e og meir en o, enda ritinn af því með kvisti es og með osins hring. Y er af röddu is og us gjörr einni röddu, kveðinn minnur opnum munni en i og meir en u, og skal af því hina fyrri kvísl með öllum vexti höfuðstafs is rita og þar við hafa hina síðari kvísl af höfuðstafs ui, sem áður er þeim í stafrófi skipað. verða því nokkur svari svo: Ég full vel lesa danska tungu þó latínustöfum réttum ritað; ég þó líkindum ráða hve kveða skal þó eigi séu allir stafir réttræðir í því er ég les. ræki ég eigi hvort þú ritar ǫ þitt eða a, ę eða e, y eða u. En ég svara svo: eigi er það rúnanna kostur þó þú lesir vel eða ráðir vel líkindum þar sem rúnir vísa óskýrt, heldur er það þinn kostur, enda er þá eigi örvænt þeygi lesi ég vel eða minn maki, ef finnst, eða ráði ég vel líkindum til hvers hins rétta færa skal ef fleiri vega færa til rétts en einn veg það sem á einn veg er þó ritað, og eigi skýrt á kveðið. og skal geta til sem þú lést það vel kunna.

Download XMLDownload textSentence viewDependency trees