s-301
| Það eru margar verkefnisstjórnir sem bíða þess að vinna áframhald og sigta úr bið í virkjun og vernd. |
s-302
| Það er eðli rammaáætlunar. |
s-303
| Ef hæstv. ráðherra ætlar að hleypa því þannig í uppnám að næstu verkefnisstjórnir sem á eftir koma hafi kannski ekkert um málið að segja held ég að við ættum bara að stoppa núna. |
s-304
| Við skulum ekki vera að eyða pening í að láta fólk vinna eitthvað sem skiptir svo engu máli. |
s-305
| Það er bara fullkomið rugl. |
s-306
| Það voru hennar ráðuneyti og samflokksmaður fyrr í þessu sama ráðuneyti sem komust að þeirri niðurstöðu Forseti hringir. að Hvammsvirkjun væri sú eina sem væri lögleg áfram út af meðferð verkefnisstjórnarinnar og ég spyr: Er hún sem sagt á öðru máli? |
s-307
| Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekki að eyða tíma hér til að fara yfir mismunandi hugmyndir okkar hv. þingmanns um markaðssetningu eða hvernig neikvæð auglýsing virkar eða hvort Eyjafjallajökull hafi verið neikvæð eða jákvæð auglýsing. |
s-308
| Ég held þvert á móti að hún hafi verið á endanum mjög jákvæð. |
s-309
| Og kannski erum við hv. þingmaður sammála þar um en förum bara ólíkar leiðir að sömu niðurstöðu. |
s-310
| Verðteygni, hún fylgir verði á það að fólk vilji fara hvert sem er, ferðast, verðteygnin skiptir þar máli að sjálfsögðu, en það er eins og hv. þingmaður sagði, eftir að fólk hefur valið sér land, held ég. |
s-311
| Og ég get alveg verið sammála honum um að skattheimta skiptir þar auðvitað máli, sem sagt á gistingu og komur, og við verðum auðvitað að vanda okkur við það að finna bestu leiðir í þeim efnum. |
s-312
| Virðulegi forseti. Ég þakka spurningarnar. |
s-313
| Ég tel að við þurfum alltaf að haga okkur skynsamlega í þessum sal og við verðum að sjálfsögðu að skoða þær lagasetningar sem við erum að gera núna með tilliti til afleiðinga sem þær geta haft aftur og þess hvað gert hefur verið áður og allt það. |
s-314
| Að því sögðu held ég samt að við höfum ekkert hér að gera ef þetta er allt saman greypt í stein, þá er verkefnið bara búið, þá erum við með lög sem gilda til eilífðarnóns. |
s-315
| Að sjálfsögðu höfum við frjálsar hendur til að aðlaga lög að því samfélagi sem við viljum byggja hverju sinni. |
s-316
| Og vonandi er það þannig í huga flestra þingmanna að samfélagið breytist og við reynum að bæta það í leiðinni. |
s-317
| Varðandi samþjöppun á aflaheimildum og spurninguna um það hvort hún verði ekki meiri með þessari kvótasetningu er algjörlega sammála hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, það er auðvitað það sem fyrir liggur. |
s-318
| Samþjöppunin er nú þegar mjög mikil. |
s-319
| Það eru stærstu útgerðirnar sem veiða makríl. |
s-320
| Þær gera það vel og fá mikið fyrir. |
s-321
| Við sjáum tölurnar frá HB Granda og þeir fá stærstan hluta af þessu. |
s-322
| Stóru fyrirtækin eru í mestum færum til að kaupa upp hinar heimildirnar þannig að þetta fer á einn veg, ég held að það sé alveg ljóst. |
s-323
| Ég er með lausn á þessu með gistináttagjaldið: |
s-324
| Við skulum bara hækka upphæðina. |
s-325
| Fyrirgefið, ég hefði átt að byrja á því að þakka andsvarið. |
s-326
| Varðandi flækjustigið sem hæstv. ráðherra nefndi: Er þetta frumvarp ekki flókið? |
s-327
| Er það ekki flókið í framkvæmd og umsýslu? |
s-328
| Hvað mun það kosta? |
s-329
| Ég veit það ekki því að það kemur ekki fram í frumvarpinu. |
s-330
| Hvað mun til dæmis kosta að halda úti eftirliti? |
s-331
| Hvað mun umsýsla kosta hjá þeirri stofnun sem mun sjá um þetta? |
s-332
| Hvað þarf margar manneskjur í það? |
s-333
| Hvað þarf að manna marga ferðamannastaði? |
s-334
| Það er eiginlega ekki hægt að kafa almennilega ofan í þetta og gagnrýna, eins og við þurfum, því að of mörgum spurningum er ósvarað. |
s-335
| Varðandi það sem hæstv. ráðherra nefndi með úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þá rekur mig minni til þess að vandamálið þar, til dæmis í fyrra, hafi verið að úthlutanirnar hafi ekki einu sinni verið nýttar alls staðar. |
s-336
| Það er að stórum hluta vegna þess að sveitarfélögin eða landeigendur eða hverjir sem það eru sem eiga að koma að þessu þurftu að koma til helminga með fjármagn á móti og það er ekki í boði alls staðar. |
s-337
| Þá féllu verkefnin dauð á meðan, ekki satt? |
s-338
| Það fyrirkomulag gengur ekki upp. |
s-339
| Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. |
s-340
| Varðandi raforkutilskipun ESB þá get ég tekið undir að það er óheppilegt, eins og uppleggið er hér, að eftirlitið sé í höndum þess sama og fer með leyfisveitingar. |
s-341
| Það er ekki út af því að ég vantreysti starfsmönnum Orkustofnunar á neinn hátt, en þetta er óþægileg og óheppileg staða sem þeir eru settir í. |
s-342
| Það þarf að vera hafið yfir allan vafa hvernig þessi mál eru afgreidd. |
s-343
| Landsskipulagsstefna er væntanleg og ég hafði alltaf séð þetta fyrir mér saman, af því að við vinnum á öðrum sviðum að ýmiss konar uppbyggingu eftir heildarplani, og ég tek undir með þingmanninum að við ættum að gera þetta samhliða. |
s-344
| Kerfisáætlun þarf að koma samhliða landsskipulagi því að við þurfum að vita til dæmis hver stefnan er um aðalatriðið: Hvar eiga línurnar að liggja? |
s-345
| Það er mikið atriði. |
s-346
| Og svo setjum við auðvitað þá mælistiku sem búið er að vinna og er ágæt til slíkra nota á kostnaðinn eftir línuleiðum sem eru ákveðnar á pólitískan hátt og með aðkomu fagaðila. |
s-347
| Virðulegi forseti. Það er gaman að hv. þingmaður hafi tekið upp þetta minnisblað. |
s-348
| Ég held að þetta sé sama minnisblað hann hefði átt að lesa það aðeins lengra, þegar í 3. mgr. þessa blaðs kemur fram: „ að verndar- og nýtingaráætlunin taki til virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hefur fjallað um. |
s-349
| Er þannig miðað við að Alþingi taki ekki afstöðu til annarra virkjunarkosta en þeirra sem verkefnisstjórnin hefur fjallað um. |
s-350
| Í því felst á engan hátt að Alþingi sé bundið af tillögum verkefnisstjórnar eða ráðherra um flokkun virkjunarkosta heldur eingöngu af lögum nr. 48/2011, þar á meðal að fyrir liggi faglegt mat á virkjunarkostum og landsvæðum.“ Það liggur ekki fyrir. |
s-351
| Það liggur ekki fyrir í þeim breytingartillögum sem hv. þingmaður mælir fyrir. |
s-352
| Það er bara svoleiðis. |
s-353
| Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er sannarlega allrar athygli vert. |
s-354
| Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um það fyrirkomulag sem hann leggur hér til. |
s-355
| Þetta er eins, og hv. þm. Jón Þór Ólafsson benti á, einhvers konar míní-samningaleið sem hann er að færa okkur hér. |
s-356
| Samkvæmt frumvarpinu fara 90<percent/> í makríl til stórra og stöndugra fyrirtækja sem hafa aflað sér veiðireynslu í makríl. |
s-357
| Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi skoðað uppboðsleið í sjávarútvegi með þessa ákveðnu tegund af því að hún er svo til nýkomin inn í okkar lögsögu, hvort hér hafi ekki verið frábært tækifæri til að þessi stöndugu fyrirtæki færu í samkeppni á frjálsum markaði og ákvæðu verðið sem rennur til ríkissjóðs út frá samkeppnisgrundvelli. |
s-358
| Virðulegi forseti. Ég hef tekið eftir þessu líka. |
s-359
| Ég hef tekið eftir því að hv. þingmenn í stjórnarliðinu tala sem betur fer vel um það og virðast allir af vilja gerðir að reisa Landspítalann upp úr öskustónni. |
s-360
| Svo er eins og það sé engin tenging inn á ríkisstjórnarborðið. |
s-361
| Ég velti fyrir mér hvort þingmenn átti sig ekki alveg á því að þeir eru lýðræðislega kjörnir eins og ráðherrarnir og þeir eiga að hafa valdið. |
s-362
| Ég hvet þá áfram að hvetja sitt fólk til að lúta vilja þjóðarinnar. |
s-363
| Við erum sammála um það og við sjáum það öll að það er til nóg af peningum. |
s-364
| Ég skil hreinlega ekki þá pólitík þegar 90<percent/> þjóðarinnar vilja eitthvað ákveðið og það„ meikar sens“, fyrirgefðu , hæstv. forseti, er þá ekki bara frábært að gera nákvæmlega það út af því að þá verða menn væntanlega kosnir í næstu kosningum? |
s-365
| Er það ekki miðinn inn í næstu ríkisstjórn ef þessir ágætu ráðherrar ákveða að setja 100 milljarða, eða 60 eða 80 eða hvað það er sem þarf, í að byggja nýjan Landspítala? |
s-366
| Ég næ bara ekki af hverju fólk gerir það ekki. |
s-367
| Virðulegi forseti. Enn á ný held ég að við séum ekki alltaf að tala um sama málið. |
s-368
| En málstofan er góð, umræðan er góð. |
s-369
| Í rammaáætlun 3 átti að skoða allt, en það voru bara þessir átta virkjunarkostir sem hæstv. ráðherra hv. þingmanns handvaldi út og bað um að yrðu skoðaðir sérstaklega. |
s-370
| Það er alveg rétt hjá þingmanni að ég er hlynnt því að skoða sæstreng mun nánar. |
s-371
| Í því felst ekkert endilega að virkja meira. |
s-372
| Það eru um tvær Blönduvirkjanir sem eru ónýttar á netinu í dag samkvæmt forstjóra Landsvirkjunar af því að við nýtum orkuna svo illa sem er á landsneti okkar. |
s-373
| Sæstrengur er mögulega ein leið til þess að nýta þessa virkjun, það þarf að skoða það, og við þurfum að selja orkuna á mun hærra verði en við gerum núna. |
s-374
| Ég er hlynnt því að þjóðin fái meira Forseti hringir. fyrir þessa auðlind. |
s-375
| Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa ætlað hæstv. forsætisráðherra það að hafa sett inn þessar skilyrðingar ef það er meiri hluti fjárlaganefndar sem gerði það. |
s-376
| Rétt skal vera rétt í því og ég þakka bara fyrir þær upplýsingar. |
s-377
| Ég bíð náttúrlega eftir svari um þetta kostnaðarmódel, hvernig við getum passað sem best upp á að spítalinn fái það sem hann þarf út af því að nú vitum við að það er meira álag, sjúklingar eru fleiri, þyngslin eru meiri og við verðum auðvitað að borga fyrir það. |
s-378
| Við getum ekki ætlast til þess að finna út úr þessu með því bara að láta fólk einhvern veginn lifa á loftinu þarna. |
s-379
| Annað sem mig langar að nefna í fjárlagafrumvarpinu er þessi sérstaka norðvesturnefnd sem var sett á fót til þess að efla hag þess hluta landsins í fjárlagafrumvarpinu. |
s-380
| Það er allt gott og blessað með það að styðja við byggðir. |
s-381
| En ég spyr mig um þá aðferðafræði við að færa þeim parti landsins um 250 milljónir eftir því sem okkur reiknast til þegar óljóst er hvað hinir partarnir eiga að fá, því að við eða þeir sem hér hafa setið lengur vorum með þetta í ágætum farvegi að ég tel sem heitir sóknaráætlun landshluta. Þar voru landshlutarnir allir, fólkið þar og sveitarfélögin þar inni, þurftu að forgangsraða hjá sér og sækja inn í ríkissjóð til þess að efla sínar byggðir. |
s-382
| Hvernig stendur á því að í þessu fjárlagafrumvarpi er einum parti gert svona hátt undir höfði en öðrum ekki? |
s-383
| Virðulegi forseti. Ég hef af því áhyggjur ef yfirvofandi lögsókn útgerðarfyrirtækja hafi áhrif á það hvað við teljum okkur geta gert hér í þessum sal. |
s-384
| Verður sú lögsókn þá ekki bara að koma fram? |
s-385
| Ráðherrar hafa tekið af kvóta útgerðarfyrirtækja, þeir hafa gert það, sett í byggðakvóta og ýmislegt annað. |
s-386
| Ég er ekkert endilega að tala fyrir þannig vinnubrögðum en þetta hefur verið gert og enginn dómur hefur fallið ríkinu í óhag varðandi þau mál. |
s-387
| Af hverju ber ráðherra fyrir sig þessa hræðslu núna? |
s-388
| Eins og ráðherra segir eru þrjú atriði sem eru tiltekin sem ástæður þessarar lagasetningar og veigamesta atriðið þar er hræðsla við lögsókn. |
s-389
| Ef við trúum því Forseti hringir. statt og stöðugt að fiskurinn sé í eigu þjóðarinnar verðum við líka að meina það sem við segjum. |
s-390
| Virðulegi forseti. Ég þakka ræðuna. |
s-391
| Hér kom fram hjá hv. þingmanni og formanni atvinnuveganefndar, Jóni Gunnarssyni, að mikil gagnrýni hefði komið frá þingmönnum um að frumvarpið væri illa unnið. |
s-392
| Ég vil segja um það að ágætlega var unnið í atvinnuveganefnd Alþingis, en það er þó margt enn óunnið í málinu, þar stendur hnífurinn í kúnni. |
s-393
| Það sem stendur út af að mínu mati er þrennt og mig langar að bera undir þingmanninn hvort hann sé sammála mér um það og hvað við gerum þá í því. |
s-394
| Það er að rýna betur í umsagnir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnun, sem er stofnun sem þarf að vinna með þessi lög og skilur hvorki upp né niður í þeim. |
s-395
| Það er kerfisáætlun sem að mínu mati þarf að koma til endurskoðunar og vera hjá þinginu í meira mæli en nú liggur fyrir. |
s-396
| Forseti hringir. |
s-397
| Síðan er það valkostagreining ráðherra, sem mun ráða einn Forseti hringir. og sér samkvæmt reglugerð hvar línustæði munu liggja. |
s-398
| Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra skýr svör. |
s-399
| Þau voru það sannarlega. |
s-400
| Hann telur að tækifærið sé runnið okkur úr greipum með uppboðsleið í sjávarútvegi en þá vil ég spyrja hann um það fyrirkomulag sem hann leggur hér til, eins og ég sagði áðan, eins konar míní-samningaleið, ég vona að það sé ekki rangt skilið hjá mér: |