s-7
| Svo kem ég með síðari spurninguna eða athugasemdir í næsta andsvari. |
s-8
| Hæstv. forseti. Já, takk fyrir andsvarið, fyrsta andsvarið sem ég fæ eftir að ég tók sæti á Alþingi. |
s-9
| Þetta var mjög pent og huggulegt, takk fyrir það. |
s-10
| Ég er alls ekkert hrædd við að stíga upp í ræðustólinn. |
s-11
| Ég get ekki tekið afstöðu til þess hvort ég sé sammála því eða ekki, Öryrkjabandalaginu, með þessa samningstaktík eða strategíu. |
s-12
| Ég veit ekki nákvæmlega hvað þeim gekk til þegar þau sögðu sig frá þessari vinnu. |
s-13
| Væntanlega voru þau bara alls kostar ósátt við hvert stefndi, mér heyrðist það þegar við í velferðarnefnd fórum og hittum Öryrkjabandalagið, þeim fannst ekki hlustað á sig. |
s-14
| Þá er kannski hreinlegra að vera ekki partur af samkomulaginu ef maður er ekki sáttur við það. |
s-15
| Ég veit það ekki. |
s-16
| Nú er ég bara með getgátur, er bara að hugsa þetta upphátt. |
s-17
| Frú forseti. Ég þakka svörin. |
s-18
| Samanburðurinn við Sviss var áhugaverður. |
s-19
| Sviss er væntanlega í allt annarri stöðu en við þar sem þeir þurfa ekki sífellt að fella gengi sitt til að vera samanburðarhæfir og geta verið í samvinnu við aðrar þjóðir, af því þeir eru svo sterkir á velli. |
s-20
| Skil ég þingmanninn rétt að hún telji að þetta geti haldið svona áfram um X langa tíð eða alla vega þau þrjú ár sem þessi ríkisstjórn á að eiga eftir, eða hvað sér hún fyrir sér með þetta hlé? |
s-21
| Getum við sætt okkur við að vera í eilífu hléi eins og Sviss? |
s-22
| Virðulegi forseti. Þetta er vissulega áhugavert sjónarmið hv. þingmanns og ég get skilið það sem hann segir hér. |
s-23
| Ég skil einfaldlega ekki að þessi boð til framkvæmdarvaldsins séu ekki nógu skýr. |
s-24
| Ég er kannski eitthvað óþolinmóðari en hv. þingmaður út af því að þetta lá fyrir, þetta lá fyrir meira að segja vel fyrir kosningar. |
s-25
| Fyrir kosningar voru allir flokkar sammála um þetta og við heyrðum ýmis falleg kosningaloforð um að bjarga Landspítalanum og fara að byggja nýjan Landspítala hjá öllum flokkum. |
s-26
| Þetta var frekar skýrt. |
s-27
| Kannski voru einhverjir innan einhverra flokka ekki búnir að tala sig saman, en það hefur held ég gerst núna. |
s-28
| Auðvitað þurfum við að eiga umræðuna til þess að það gerist, ég tek undir með þingmanninum með það. |
s-29
| En ég er kannski bara óþolinmóðari en hv. þingmaður og get illa beðið því mér finnst skilaboðin hafa alltaf verið mjög skýr, ekki síst fyrir lok síðasta þings. |
s-30
| Ég skil ekki eftir hverju hæstv. fjármálaráðherra og hæstv. heilbrigðisráðherra eru að bíða. |
s-31
| Herra forseti. Ég þakka enn og aftur fyrir gott innlegg og tek undir með þingmanninum. |
s-32
| Það er náttúrlega bara þannig, eins og margir hafa rætt hérna, með þennan forsendubrest að hann er illa skilgreindur og það er svo að margir eru ekki teknir inn í þá jöfnu. |
s-33
| Það er náttúrlega það sem fólki svíður og spyr í þessum ræðustól: Af hverju eru sumir teknir út fyrir svigann, fólk með verðtryggð lán? |
s-34
| Hvað með ungt fólk, börnin okkar? |
s-35
| Það er ekki ábyrgðarfullt að kasta þessu svona til framtíðar eins og við erum að gera. |
s-36
| Ég er hrædd um og mér sýnist ég vænti þess að hv. efnahags- og viðskiptanefnd fari vel yfir það hvort við séum að brenna þessa peninga upp. |
s-37
| Og til hvers er þá farið af stað? |
s-38
| Þetta er ekki ábyrgðarfullt og ég tek undir með þingmanninum að það verður að skoða þessa hluti alla í miklu stærra samhengi og í raun skilgreina betur eða víðar forsendubrest og hverjar forsendur eiga að vera fyrir því að fólk fái aðstoð, því að við höfum ekki úr miklu að moða, raunar ekki neinu. |
s-39
| Það er vissulega þannig að einhverjir hafa setið eftir en við þurfum að vera alveg viss um að við séum að fara vel með skattfé almennings og að það nýtist raunverulega, það hverfi ekki í einhverjum verðbólgulátum. |
s-40
| Virðulegi forseti. Ég þakka andsvarið. |
s-41
| Fyrst aðeins með þessa fallegu hugmyndafræði. |
s-42
| Ef hv. þingmaður hefði lagt eyrun vel við hefði hann heyrt að ég var einmitt að gagnrýna þessa hugmyndafræði þó að hún hljómaði ágætlega og virtist ágæt við fyrstu sýn. |
s-43
| Ég var að segja að hún virðist ganga illa í praxís, hún gerir það. |
s-44
| Ég held því að við séum alveg á sama stað með það, ég og hv. þingmaður. |
s-45
| Ég var einmitt að gagnrýna hvernig hún virkar. |
s-46
| En ég skil vel að hún sé aðlaðandi í eyrum fólks. |
s-47
| Ég get vel skilið það, en vandamálið er bara að hún virkar ekki nógu vel. |
s-48
| Einmitt út af þessu. |
s-49
| Við segjum ekkert bakaranum að hann eigi að taka ákveðið mikið af vínarbrauðinu sínu og borga okkur í skatta og svo aðeins meira af fransbrauðinu, það er ekki þannig. |
s-50
| Hv. þingmaður spurði um skuldirnar. |
s-51
| Jú, mér finnst í fyrsta lagi óþolandi að við þingmenn sem erum að setja lög, og þessar skuldir liggja þarna undir og þessi gjöld, að við fáum ekki að vita hvernig í málum liggur. |
s-52
| Ég get ekki tjáð mig um þær út af því að ég veit ekki neitt um þær. |
s-53
| Ég hef ekki fengið að sjá gögn um þær. |
s-54
| Ég vil ekki sjá gögn um þær til að hengja einn eða neinn fyrir að hann skuldi, heldur til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um gjöld í sjávarútvegi. |
s-55
| Það er okkar hlutverk. |
s-56
| Herra forseti. Bara svo ég hnykki á því sem stendur í nefndarálitinu um málið þá segir þar að nefndin sé sammála um að vegna þeirrar óvissu sem sé um málið á þessu stigi sé nauðsynlegt að hefja sem fyrst vinnu við nánari greiningu á verkefninu á grundvelli þeirra atriða sem fram komu hjá ráðgjafarhópnum. |
s-57
| Það er mjög skýrt. |
s-58
| Eins og ég sagði hefði alveg verið hægt að gera eitthvað annað. |
s-59
| Fram kom í formála ráðherra að þarna væru í rauninni þrjár sviðsmyndir: Það er að hægja á verkefninu, fara strax í könnunarviðræður eða halda áfram að safna þessum upplýsingum, eins og ráðgjafarhópurinn gerir grein fyrir í skýrslunni, og sú varð niðurstaðan. |
s-60
| Virðulegi forseti. Ég þakka spurninguna. |
s-61
| Ég velti þessu líka fyrir mér. |
s-62
| Ég veit ekki á hvaða stað við erum komin ef við ætlum að sniðganga rammaáætlun eins og breytingartillaga meiri hlutans gerir ráð fyrir. |
s-63
| Þá er ég ansi hrædd um að við séum búin að henda tækinu, og við erum búin að gera það með því. |
s-64
| Ég vil þá að það liggi alveg ljóst fyrir að hér verði stjórnmálamenn uppi í pontu, með sinn meiri hluta á bak við sig, eða sitt fólk sem situr hér daglangt og fram á nætur, og treður í gegn þeim virkjunarkostum eða verndarkostum sem þeim sýnist. |
s-65
| Þá verður það þannig. |
s-66
| Mér finnst það ömurlegt. |
s-67
| Þess vegna spyrnir maður við fótum. |
s-68
| Það þarf að vera rosalega skýrt að það er verið að spyrna við fótum út af því að það er verið að eyðileggja svo gott verkfæri, faglegt verkfæri sem við getum verið svo stolt af. |
s-69
| Maður er ekkert alltaf sáttur við Forseti hringir. niðurstöðuna, hvorki náttúruverndarsinnar né virkjunarsinnar, en þarna er verið að finna málamiðlanir. |
s-70
| Virðulegi forseti. Ég er alin upp fyrir neðan Hagavatn og ég man vel eftir sandfoki í miðjum heyskap, beinlínis moldroki. |
s-71
| En því hefur aðeins linnt á síðustu árum. |
s-72
| Þar eru ekki lengur þessir sandstormar sem voru í mínum uppvexti, sem ég man eftir á heitum sumardögum í júní, júlí, ágúst. |
s-73
| Það gefur okkur tilefni til að velta því fyrir okkur hvort jarðvegurinn eða aurinn sé bara farinn og hvort meiri aur komi og þetta byrji allt upp að nýju ef við stækkum lónið. |
s-74
| Ég get ekki metið það. |
s-75
| Það eru jarðfræðingar, jöklafræðingar og aðrir sem þurfa að gera það fyrir okkur alþingismenn. |
s-76
| Ég tel mjög varhugavert að Forseti hringir. við leyfum okkur að setja okkur í þessi spor án þess að hafa faglega hæfni til þess. |
s-77
| Virðulegi forseti. Aðeins fyrst um hugmyndir okkar, mínar og okkar í Bjartri framtíð, um að bjóða út þessar hlutdeildir. |
s-78
| Ég held að því þurfi að vera skipt niður. |
s-79
| Við viljum ekki hafa þetta 100<percent> á algjörlega opnum markaði, ekki enn sem komið er, og þá tala ég fyrir sjálfa mig. |
s-80
| Að sjálfsögðu er mikilvægt að skipta því eitthvað upp. |
s-81
| Það eru byggðasjónarmið þarna inni, það eru mismunandi útgerðaraðilar, mismunandi útgerðarform sem þarf að hugsa út í. |
s-82
| Hvað varðar leigukvóta eða þá leið sem hv. þingmaður nefndi hef ég ekki skoðað hana nógu vel en hún er sett fram, held ég, til þess að skipta hlutanum upp á einhvern ákveðinn hátt. |
s-83
| Hvað varðar 10 kr. Forseti hringir. þá kemst ég ekki í að fara yfir það. |
s-84
| Virðulegi forseti. Vitsmunaleg geta mín nær ekki utan um þetta, ég verð að viðurkenna það. |
s-85
| Ég skil ekki enn þá, frú forseti, svör hæstv. umhverfisráðherra. |
s-86
| Ef hægt er að taka út Hagavatn eitt og sér en hún er samt með því og hefði kannski gert alveg eins og fyrrverandi ráðherra ég bara skil þetta ekki, fyrirgefið. |
s-87
| Ég verð að biðja hæstv. ráðherra að útskýra þetta betur fyrir mér og kannski öðrum sem eru ekki alveg með á nótunum. |
s-88
| Mér finnst standa eftir spurningin: Styður hæstv. ráðherra ekki þá vinnu sem núverandi verkefnisstjórn um rammaáætlun, nr. 3 sem sagt, vann fyrir forvera hennar í starfi? |
s-89
| Styður hún ekki vinnu síns eigin ráðuneytis? |
s-90
| Og af hverju erum við farin að ræða hérna allt í einu atvinnuveganefnd Alþingis sem eitthvert ígildi Forseti hringir. verkefnisstjórnar? |
s-91
| Hvaðan kemur það? |
s-92
| Virðulegi forseti. Það er svolítið gaman að fylgjast með þessum umræðum. |
s-93
| Það er alltaf gaman að sjá þegar gegnsæið fær að ráða. |
s-94
| Ég vil bara minna á að gegnsæið eitt og sér réttlætir ekki allt sem sést, en ég ætla ekki að segja meira um það að svo stöddu. |
s-95
| Mig langar til þess að minna hv. þm. Pál Jóhann Pálsson á þegar hann segir að hér sé aðeins deilt um útfærslu og hversu mikið útgerðin þoli að það er í raun og veru enginn sérstakur ágreiningur um það í þjóðfélaginu. |
s-96
| Ágreiningurinn í þjóðfélaginu er út af þeim 6,4 milljörðum sem vantar inn í næsta ár við kringumstæður þar sem þarf að skera niður vegna þess að við fáum ríkisreksturinn að láni á hverju einasta ári. |
s-97
| Núna þurfum við að fá meira að láni í nafni sanngirni. |
s-98
| Við búum við þær kringumstæðum núna að engin skattlagning er í reynd sanngjörn. |
s-99
| Hvað með virðisaukaskatt á mat, er sanngjarnt að vera með skatt á mat sem við notum til þess að lifa, til þess að halda áfram að anda? |
s-100
| Það er ekki sanngjarnt. |
s-101
| Það er ekki endilega sanngjarnt að taka 36 46<percent/> af tekjum fólks, en við búum við þann ríkisrekstur að þurfa peninga. |
s-102
| Þá peninga sem við fáum ekki fáum við sjálfkrafa að láni. |
s-103
| Við erum að fá sanngirni fyrir útgerðarmenn að láni. |
s-104
| Það er það sem fólk er ósátt við. |
s-105
| Ef ríkisstjórnin hefði komið með tillögur þar sem ekki hefði verið þetta tekjutap fyrir ríkið, hvort sem við köllum það lækkun eða frestun eða afbókun á hækkun eða hvað sem við köllum það, ef eitthvað hefði komið til móts við það, jafnvel þótt það hefði verið tímabundið, hefðu viðbrögðin í samfélaginu ekki verið þau sömu. |
s-106
| Þá væru ekki 34 þúsund undirskriftir gegn þessu. |