s-1303
| Það kom til að hennar faðir varð henni meir unnandi en vera átti svo að verndaðist í holdliga frygð sem verða kann milli karls og kvinnu. |
s-1304
| Svo kom að þau gátu iii sonu hvern eftir annan og alla drap hún þá og braut á háls. |
s-1305
| Þetta gerði hún svo leyniliga með fjandans tilstilli að engi maður hafði þar grun af. |
s-1306
| Sem svo hefir lengi fram farið kom svo til einn dag að hennar móðir kom þar inn gangandi sem þau voru að vinna sinn glæp. |
s-1307
| Sem hún sá það varð hún slegin miklum hryggleik eigi er hægt að greina svo til orða takandi: ' Áví við vorum fædd eða getin því að nú veit eg að þið eruð fordjörguð utan enda og bundin með fjandanum í helvíti. |
s-1308
| Því vil eg ekki lengur með ykkur vera og ganga minn veg í burt.' |
s-1309
| Í stað sem hún er burt gengin segir bóndinn til dóttur: ' Nú vill hústrú mín ófrægja okkur og færa oss öll til mikillar skammar og svívirðingar.' |
s-1310
| ' Já faðir', segir hún. |
s-1311
| ' Það skal ekki svo ganga ef eg kann hitta hana.' |
s-1312
| Og eftir fjandans til sögn fer hún og hittir móðir sína og finnur hana í sínu herbergi og stakk hana til hjartans svo að þar féll hún dauð niður. |
s-1313
| Sem það var gert tóku þau hennar líkam og lögðu í kistu og jörðuðu hana eftir sínum vilja sem hún hefði fögrum dauða dáið svo engi vissi annað. |
s-1314
| Hér eftir lifðu þau í þessum dauðligum syndum bæði dag og nótt þar til svo kemur til efnis einn dag eftir guðs forsjá og fyrirskipan að fyrr greindur bóndi gengur til kirkju og fellur fram fyrir vora frú og þenkir upp á sínar syndir og hversu óbæriligar syndir það voru og hversu hann hefir sína sál fortapað ef hann deyr þar með og iðrast nú af öllu hjarta og vill nú gjarna játa sínar syndir og yfir bæta ef guð vill lofa honum. |
s-1315
| Gengur síðan út af kirkjunni og hittir einn prest og segir honum allar sínar syndir af sínum syndafulla lifnaði. |
s-1316
| Og sem hann hefir svo gert segir presturinn svo til hans: ' Ef þú hefir góðan hug og vilja til að iðrast og halda þær skriftir sem eg set þér.' |
s-1317
| ' Já', segir hann,' ef Guð vill að lífið endist vil eg það halda gjarna'. |
s-1318
| ' Þá er sú fyrsta mín skrift að þú fyrirlátir dóttir þína bæði að sæng og mat og allri náveru ef þú vilt þessa skrift undir ganga. |
s-1319
| Síðan skaltu út til helga land sem guð var kvikur og dauður.' |
s-1320
| Hér með leysti prestur hann af öllum sínum syndum. |
s-1321
| Gengur síðan ríki maður heim á sinn garð. |
s-1322
| Gengur dóttir hans með honum með allri blíðu og bað hann sitja og gera sig glaðan. |
s-1323
| ' Lát þitt drafl' segir hann. |
s-1324
| ' Eg vil enga þína gleði hafa eigi að sæng né mat og að engri náveru. |
s-1325
| Eg hefi fundið prest og tekið skriftir og því vil eg af láta mínum syndum.' |
s-1326
| ' Áví þú falskur mann hversu þú hefir mig dárað, eggjað mig að drepa mín börn iii og móður mína en nú falsar þú mig eftir á og þetta skal eg þér fullu launa.' |
s-1327
| Og eftir svo talað gengur bóndi til sinnar sængur. |
s-1328
| Hann vildi árla morgins upp rísa og byrja sína pílagríms reisu en hans dóttir situr eftir full með fjandans prettum og vélum og áeggjan og þenkir nú sitt hjarta hvað hún skal gera við sinn föður. |
s-1329
| Rís upp hér eftir og eigi með góðu hjarta. |
s-1330
| Gengur þar til sem hennar faðir lá og eigi með betra erindi en hún sker sinn föður á háls og myrðir hann þar. |
s-1331
| Eftir svo gert kallar hún til sín þrjár sínar þjónustu konur. |
s-1332
| Gengur síðan og tekur svo mikið gull og silfur og aðra dýrgripi sem mest kunnu þær að bera því nóg var til. |
s-1333
| Gengu síðan sinn veg út af staðnum og til annars staðar og sitja þar um kyrrt og hélt sig þar fullríkuliga svo lengi sem peningurinn hrökk með miklu oflæti og drambi. |
s-1334
| Burðugir menn og ríkir í að sama land drógust til félagsskapar við hana alla vega því hún var á sinn líkama fögur og kurteis og hélt sig kostuliga með kost og klæðnað og hélt sig til saurlífis lifnaðar og lifði í dauðligum syndum því hún þenkti að fyrir þær syndir er hún hafði áður framið mætti hún aldri til himinríkis koma. |
s-1335
| Margar ungar voru svo heimskar að þær vildu gjarna til hennar skóla ganga því hvorki sparði hún lærðan né leikan eða hvað mann það var er til hennar koma. |
s-1336
| Og sem svo er komið hennar ráði sem nú var sagt ber svo til að einn byskup góður maður og guðligur kom til þess sama staðar að predika þar sem annars staðar guðs erindi og allt staðarins fólk fór til kirkju að hlýða hans predikan nema sú synda fulla kona og hennar selskapur. |
s-1337
| Þær voru kyrrar að sínu heimili. |
s-1338
| Það var þeirra sorg mest hvern dag að eigi komu svo margir menn með þær að syndgast sem þær vildu og þær mætti sem mest silfur vinna. |
s-1339
| Og sem þær sitja svo í sitt herbergi talar hún svo til þeirra: ' Vér skulum ganga til kirkju því þar munu vér fá nógra félaga er með oss vilja leika og afla svo peninga.' |
s-1340
| Ganga síðan til kirkjunnar og inn í kirkjuna. |
s-1341
| Og svo skjótt sem hún inn kemur rennir þann góði mann byskupinn auga til hennar og sér þá sýn sem honum þótti hræðilig að þessi auma kona hefði um sinn háls eina járnfesti og þar út af aðrar festar er þeir fjandur héldu í er hana leiða. |
s-1342
| Og sem hún finnur sína félaga tekur hún þeirra klæði eða annað teikn gjörir að þeir skyldu með henni ganga. |
s-1343
| Byskupinn leit til og sá allt þetta. |
s-1344
| Hans hjarta varð fullt með sorg þegar hann sá til hennar og vildi gjarna frelsa hana ef hann mætti. |
s-1345
| Þá tók hann að tala af guðs miskunn bæði hátt og lágt og með almáttigs guðs miskunn fló ei aur í hennar hjarta það sem byskupinn talaði svo að tárin féllu niður um hennar kinnur og brast þá festurin um hennar háls en fjandinn varð hræddur og flýði í burt en byskup varð glaður í sitt hjarta og predikaði sem áður guðs erindi. |
s-1346
| En kvinnan sat og hlýddi því hún vildi gjarna heyra meira þar af og flaut öll í tárum. |
s-1347
| Fjandur þeir sem hana leiddu að armleggjunum flýðu þegar festarnar gengu í sundur og þorðu eigi lengur að bíða. |
s-1348
| Hún féll fram á sín kné og bað guð almáttigan gefa sér sína hjálp og miskunn. |
s-1349
| Eftir svo gert hneigði hún sig að byskupinum og talaði til hans heimuliga: ' Í allan dag hafi þér talað af mér því eg hefir framið allar þær syndir er ei kvinna má gera móti guði og hans lögum.' |
s-1350
| Telur síðan fram allar sínar syndir sem áður voru sagðar. |
s-1351
| Biður síðan byskupinn fyrir guðskyld skrifta sér' því eg mun skjótt deyja af sorg'. |
s-1352
| Byskup svarar: ' Bíð litla stund til þess að úti er sermoninn.' |
s-1353
| Eftir það féll hún í óvit að öllum ásjáendum svo full af sorg og sút að hennar hjarta brast í sundur. |
s-1354
| Og sem byskupinn hefir úti sitt erindi gekk hann snart til hennar en bað fólkið sitja kyrrt. |
s-1355
| Byskupinn bað hana upp standa en hún lá kyrr og fann hann þá að hún var dauð. |
s-1356
| Þá tók byskupinn að gráta af öllu hjarta og bað allan lýðinn að falla upp á sín kné og biðja guð af öllu hjarta ef hann vildi þeim birta hvort hennar sál væri frelsuð eða fortöpuð. |
s-1357
| Og sem allir höfðu lokið sinni bæn kom rödd af himnum svo að allir máttu heyra er í musterinu voru og segir svo að þann sama sal af þeim synda fulla líkama skein nú full bjart í himinríki með vorum herra Jesú Kristó og bað byskup leysa líkamann af öllum sínum syndum og grafa hjá öðrum kristnum mönnum.' Fyrir því þótt maðurinn hafi stórt brotið og vill hann kalla til guðs miskunnar þá mun hann miskunn fá, hvar fyrir eg vara yður við alla kristna minn að þér fallið eigi í örvilnan þótt þér hafið stórt af brotið. |
s-1358
| Því þótt maðurinn hafi gert allar þær syndir sem gerast mega í veröldinni og vill hann skriftast og iðrast og yfir bæta og af láta og lifa vel síðan, þá mun guð fyrirgefa honum. |
s-1359
| Það ræð eg að vér gerum svo allir að vér mættum öðlast himinríkis blessan utan enda amen.' |
s-1360
| 28 Af einum munki Í einhverju bræðraklaustri var einn munkur sá er þann löst hafði meir í vanda en aðrir bræður í þeim lifnaði er þeir kalla bakbit en vér köllum bakmælgi. |
s-1361
| Og þá er hann heyrði og vissi öðrum yfir gefast hafði hann jafnan uppi á sinni kok eigi síður á sína félaga en aðra því hann þóttist þeirra bestur og vísastur. |
s-1362
| Og er svo hafði gengið nokkura stund hans ævi tekur hann sótt og andast og fór hann til harðrar pínu sem segist í eftir farandi frásögn. |
s-1363
| Það kom svo til í því sama klaustri þá bræður risu upp á miðri nótt sem þeirra orða var til og fara til óttu söngs. |
s-1364
| Og sem hann er úti fara bræður allir til sinnar sængur utan einn varð eftir og gekk fyrir þá kapellu er bræður voru vanir að lúta. |
s-1365
| Og sem hann laut þar og blundskakaði með auganu sá hann á bekknum hjá sér sitjandi eina leiðiliga skepnu svo að fyrr sá hann aldri þvílíka. |
s-1366
| Hann skaut út tunguna um tennurnar og nagaði. |
s-1367
| Hans tunga var öll brennd og gerði ýmist að hann skaut henni út eða nagaði henni inn aftur og fór svo lengi. |
s-1368
| Munkurinn stóð og horfði hér á. |
s-1369
| Hafði hann þar af mikla hræðslu. |
s-1370
| Og sem hann stóð þannveg grátandi hóf hann upp sína hægri hönd og signdi sig vandliga. |
s-1371
| Síðan tók hann að dirfast og þótti sem guð mundi vilja birta honum nökkut leyniliga hluti. |
s-1372
| Gekk þar til síðan svo segjandi: ' Þú skepna, eg særi þig fyrir þrenningar guð og þrjár persónur að þú segir mér hvar fyrir þú situr hér með slíku formi eða slíku maneri' |
s-1373
| og sem hann mátti eigi undan komast að andsvara honum segir hann svo: ' Eg var einn munkur af yðrum félagsskap svo heitandi. |
s-1374
| Þann sami þolir nú alla þessa pínu og skömm. |
s-1375
| Eg var einn bakbítari til að segja allt til minna kumpána nátt og dag að allt er eg vissi þeirra vist. |
s-1376
| Þessi enu illu orð sem eg hefi sagt bæði um þessa og aðra þau eru nú lögð á mig og þá mun eg fulldýrt kaupa með sterkri pínu sem nú megu við sjá.' |
s-1377
| Eftir það hvarf hann og svo segist að hann var fyrirdæmdur. |
s-1378
| Þetta sama skeði í Englandi í því klaustri sem eg hirði ekki að nefna þeim til ófrægðar. |
s-1379
| Slík pína er sett öllum þeim sem bakmálugir eru og eigi vilja geyma sína tungu og eigi skriftast rækiliga þar af. |
s-1380
| Þetta sama má finna í biblíum því svo segir vor frú að þeir skulu eta og naga sínar tungur sem eru bakmælgir og rógsamir utan þeir bæti með iðran og skriftar málum et cetera. |
s-1381
| 29 Af einum ríkum manni Þetta ævintýr byrjar svo að einn ríkur maður en eigi greini eg hvað manni hann er eða hvað hann hét nema svo segist að hann lifði alla sína daga í syndum mestan part í eiðum mörgum stórum því að þeir heyrðu hann sverja. |
s-1382
| Urðu þeir hræddir þar fyrir og urðu sorgfullir fyrir hans hönd og báðu hann bæta sig hér af og hans skriftafaðir bauð honum undir hlýðni að bæta sig og láta af. |
s-1383
| En hann svarar í móti: ' Eg er ungur', segir hann,' og þar fyrir vil eg taka mína lyst hvenær eg má en eg skal bæta mig þá eg er gamall og láta af allri heimsku'. |
s-1384
| Hann liggur í sínum syndum mörg ár og vildi ekki bæta sig hvað hvergi segir. |
s-1385
| Að seinustu féll hann sjúkur og menn komu til hans og báðu hann bæta sig áður hann deyði og báðu hann þenkja uppá hverja pínu hann skyldi hafa eftir dauðann í helvíti með fjandanum ef hann vildi ekki bæta sig og hverja gleði og fagnað er hann tapar ef hann bætir sig ekki. |
s-1386
| En hann segir í móti: ' Hvað þráttar þú það er ekki utan hégómi er þú fer með því að hér situr einn mann að höfðum mínum og segir að eg skal vera fyrir dæmdur og það megi ekki öðruvís vera.' |
s-1387
| Hans skrifta faðir segir: ' Það er eigi satt því hann er einn ljúgari. Því allan tíma meðan þú lifir máttu miskunn hafa ef þú vilt beiðast hennar.' |
s-1388
| Hinn sjúki svarar: ' Far í burt því eg vil engi þín boð hafa því að það er til einskis er þú segir.' |
s-1389
| Og með þessu gekk hans confessus í burt mjög sorgfullur og óglaður. |
s-1390
| Og þegar eftir kemur inn ein hin fegursta kvinna svo aldri hafði hann jafnfagra séð svo talandi til hennar: ' Hver ertu ', segir hann. |
s-1391
| Hún segir: ' Eg er Marja móðir guðs.' |
s-1392
| ' Til hvers komtu hingað?' segir hann. |
s-1393
| ' Til að sýna þér son minn' segir hún' og máttu hér sjá hann í minni keltu með höfði öllu brotnu og hans augu dregin út úr hans líkama og lögð á hans brjóst, hans handleggir brotnir í tvo og svo fætur'. |
s-1394
| Þá spurði vor frú hann hvað sá væri verðugur að hafa er svo hefir leikið hann. |
s-1395
| Hann svarar að hann væri verður að hafa svo mikla pínu sem hann mætti bera. |
s-1396
| Þá sagði vor frú: ' Fyrir satt ertu þann sami mann er svo hefir leikið minn son.' |
s-1397
| ' Nei', segir hann,' það hefi eg ekki gert'. |
s-1398
| ' Júr' segir hún,' með þínum stórum eiðum. |
s-1399
| Þanninn hefir þú leikið hann og með þínum synda fulla lifnaði en eg hefi beðið fyrir þér til míns sonar og hefi eg fært hann hingað til þín að þú skyldir biðja miskunnar af honum.' |
s-1400
| ' Nei það geri eg ei', segir hann,' því svo segir vor herra að eg sé óverðugur að vera heyrður', segir hann. |
s-1401
| ' Ef þú ert óverðugur' segir vor herra' að vera heyrður fyrir þínar syndir og hefir fyrir látið mig en aldri því heldur fyrir læt eg þig því eg hefi þig svo dýrt keypt með minni pínu er eg þoldi fyrir þig. |
s-1402
| Og þar fyrir beiðstu miskunnar og þú skalt hafa miskunn'. |